Bátur nr 257. Faxaborg SH árið 2001

Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,


ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt.  bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,

þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,

margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu

Þessi bátur er númer 44 sem ég skrifa um.

Báturinn sem ég skrfaði um síðast var númer 256 og þá skrifaði ég að sá bátur væri nú einn alþekktasti línubátur landsins.  þessi bátur hérna sem var númer 257 og hét Faxaborg SH árið 2001,
Er ekki síðri mikill línubátur því að báturinn var lengi gerður út frá Suðureyri og hét þar Sigurvon ÍS og mokfiskaði oft á línuna og þá alltaf með bölum,

Saga Þessa báts endaði í Sandgerði því að báturinn hét síðasta nafni sínu, Sigurvon GK og lauk sögu bátsins árið 2007.  

Litum á árið 2001
 Vertíðin,
FAxaborg SH stundaði línuveiðar fram í miðjan mars þegar að báturinn fór á netin,

Janúar var mjög góður. landaði báturinn alls 206 tonnum í 9 róðrum og mest 37 tonn í róðri,
Sömuleiðis var febrúar líka góður og landaði Faxaborg SH 151 tonn í 6 róðrum og mest 40 tonn,

Mars var tvískiptur.  var á línu fram í miðjan mánuð og fór svo á netin en náði reyndar ekki nema 4 róðrum á netunum og landaði 41 tonni,

Vertíðaraflinn 493 tonn í 32 róðrum ,

 Sumar,
 Faxaborg SH stundaði netaveiðar fram í júlí og var aflinn í júní nokkuð góður.  119 tonn í 20 rórðum 

 Haust,

Um haustið þá var Faxaborg SH á línuveiðum allt haustið og fiskaði nokkuð vel.
September 115 tonn í 7

Nóvember var bestur 159 tonn í 6 og í desember þá kom stærsta löndun ársins 43 tonn og var aflin í des 136 tonn í aðeins 4 róðrum ,
Heildaraflinn árið 2001,

1193,4 tonn í 82 róðrum eða 14,5 tonn í róðri,



FAxaborg SH árið 2001.  þarna undir nafinu Sigurvon Ýr  BA.  Mynd Jón Guðlaugsson