Bátur nr. 259. Bervík SH árið 2001

Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,


ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt.  bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,

þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,

margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu

Þessi bátur er númer 45 sem ég skrifa um.

Bátur þessi sem fjallað er um núna er ennþá til árið 2018.  Reyndar hefur ekki verið í útgerð undanfarin ár,

Báturinn er númer 259 og hét árið 2001.  Bervík SH.  í dag þá heitir báturinn Jökull ÞH og liggur á Húsavík.    þar á undan var báturinn með nafnið Margrét HF.  Lengst bar báturinn nafnið Valdimar Sveinsson VE og til viðbótar þá hét báturinn fyrst Súlan EA 300.
Báturinn hefur heitið nokkuð mörgum nöfnum enn yfir heildina þá hefur báturinn verið mjög fengsæll og fiskað vel.  hvort sem er á net, dragnót eða trollii,

2001 þá stundaði báturinn netaveiðar og dragnótaveiðar og óhætt er að segja að báturinn hafi fiskað vel,

 Vertíðin,
Bervík SH byrjaði á dragnót í janúar og landaði 83 tonnum í 11 róðrum og í febrúar 125 tonn í 11.

Bervík SH skipti yfir á netin í mars og var enginn mokveiði.  134 tonn í 16,

Öfugt við marga báta sem voru stopp í verkfallinu þá réri Bervík SH á netum í apríl og landaði aflanum sínum í Þorlákshöfn.  og má segja að Bervík SH hafi mokveitt,
landaði alls 138 tonn í aðeins 7 róðrum og mest 47 tonn í einni löndun,

báturinn stundaði svo netaveiðar fram til loka vertíðarinnar,

Vertíðaraflinn alls 531,4 tonn í 51 róðri,

 Sumar.
 Eftir vertíðina þá fór báturinn strax á dragnót og þvílík veiði var hjá bátnuim ,

í júní og júlí þá landaði báturinn alls 520 tonn í aðeins 16 róðrum og mest í júlí 67 tonn í einni löndun og í júní 65 tonn í einni löndun.
þetta er rosalegur afli svo ekki sé meira sagt

 Haustið,
 Þrátt fyrir rosalega veiði um sumarið þá var haustið ansi rólegt því að báturinn stundaði engar veiðar fyrr enn í desember og landaði þa´97 tonn í 11 róðrum 

Heildaraflinn var góður árið 2001
alls 1306,9 tonn í 87 róðrum eða 15 tonn í róðri,


Bervík SH Mynd Alfons Finnson