Bátur nr 264. Þórður Jónasson EA árið 2001

Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,


ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt.  bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,

þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,

margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu

Þessi bátur er númer 48 sem ég skrifa um.

Þegar talað umloðnubáta frá Akureyri þá kom alltaf fyrst íhugan Súlan EA sem var svo til bæjarprýði Akureyrar  því báturinn átti sitt bryggjupláss á stað sem allir tóku eftir,

en það var annar loðnubátar líka gerður útfrá Akureyri sem var líka mjög vel við haldið og hét sá bátur Þórður Jónasson EA og báturinn hét þessi í hátt í 40 ár.  og heitir í dag Hörður Björnsson ÞH .  
nafnip Hörður Björnsson ÞH er einmitt nafnið á skipstjóranum sem var lengst af með Þórð Jónasson EA.

og já þessi bátur sem fjallað er um núna er númer 264.  Þórður Jónasson EA árið 2001,.


  Vertíðin og heildaraflinn
Og já ´óhætt er að segja að aflasaga bátsins sé mjög stutt

því að báturinn stundaði aðeins veiðar á loðnuvertíðinni um veturinn og síðan ekkert meira enn enn í febrúar 2002,
í janúar þá var báturinn með 519 tonní 3

í febrúar 2983 tonní 5 og mest 711 tonn

og í mars 5900 tonn í 11 róðrum ,

alls landaði Þórður Jónasson EA 9402 tonn í 19 róðrum eða 495 tonn í róðri,

nokkuð merkilegt er að sjá að báturinn var að landa á höfnum loðnu þar sem núna árið 2018 er ekki tekið á móti loðnu,

t.d Reyðarfjörður.  Siglufjörður og Bolungarvík


Þórður Jónasson EA Mynd Hafþór Hreiðarsson


Þórður Jónasson EA mynd Magnús Þór Hafsteinsson