Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,
ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt. bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,
þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,
margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu
Þessi bátur er númer 49 sem ég skrifa um.
Þar kom af því að loksins kemur í þessi skrif mín bátur sem við myndum bata kalla vertíðarbát. og þessi bátur er ekki stór er undir 100 tonnum af stærð enn á sér langa sögu á Íslandi og þá sérstaklega á Suðurnesjunum ,
Þessi bátur er númer 288 og hét Þorsteinn Gíslasson GK árið 2001. Reyndar er þessi bátur ennþá til árið 2018 og hefur legið við bryggju í Hafnarfirði undanfarin ár og heitir þar Jökull SK,
Þorsteinn Gíslasson GK var smíðaður árið 1959 og var hans fyrsta nafn Árni Geir KE. hann fékk nafnið Þorsteinn Gíslason árið 1970 og hefur haldið því nafni síðan. Reyndar var báturinn KE frá 1970 til 1977 þegar að báturinn fékk GK skráningu,
báturinn hét þessu nafni fram til ársins 2009 og því má segja að saga bátsins á suðurnesjunum sé mjög löng eða alls 50 ár og þar af 39 ár undir nafninu Þorsteinn Gíslason,
Vertíð.
Báturinn stundaði línuveiðar í janúar og hluta af febrúar og réri þá frá Gríndavík, veiðin var ekki mikil 38 tonní 7 róðrum í janúar og mest 9,2 tonn,
í mars þá fór báturinn á netin og gekk ágætlega var með 145 tonn í 23 róðrum og mest 13,6 tonn,
vegna verkfallsins þá var enginn afli í apríl
og var því vertíðarafli bátsins 230,9 tonn í 42 róðrum ,
Humar,
Báturinn stundaði humarveiðar um sumarið og þrátt fyrir að vera einn af minnstu bátunum sem voru á humri þá gekk bátnum nokkuð vel á veiðunum ,
landaði alls 105 tonnum í 12 róðrum og af því þá var humarinn 25,7 tonn, stærsti róðurinn var 14,7 tonn og var humarinn af því 3,1 tonn.
Haustið.
Báturinn réri ekki mikið um haustið. fór á línu í október og landaði 45 tonn í 10
nóvember 37 tonn í aðeins 6 róðrum sem er nokkuð gott,
Heildarafli árið 2001
473,3 tonn í 77 róðrum eða 6,1 tonn í róðri,