Bátur nr 297. Gullfaxi GK árið 2001

Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,


ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt.  bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,

þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,

margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu

Þessi bátur er númer 50 sem ég skrifa um.

Hérna kemur annar bátur sem við myndum kalla Vertíðarbátur og þessi bátur er minnsti báturinn sem ég hef skrifað um í þessum 50 pistlum mínum,

bátur þessi var númer 297 og hét Gullfaxi GK árið 2001.

Saga þessa báts er nokkuð löng.  hann var smíðaður árið 1956 og hét fyrst Magnús Marteinsson NK.  var með því nafni aðeins í 4 ár, fór þaðan til Flateyrar og fékk nafnið Ásgeir Torfason ÍS  og var þar í 18 ár eða fram til´ ársins 1978 þegar að báturinn fór til Grenivíkur og fékk nafnið Sjöfn ÞH
Fékk svo nöfnin Sjöfn II NS,, Surtsey VE, Eldhamar GK og Eldhamar II GK og að lokum Gullfaxi GK og endaði saga þessa báts árið 2003 þegar hann var úrheldur,
þessi bátur lá lengi í fjörunni neðan við Stakkavík í Grindavík þangað til hann var rifinn.

 Kiddó og Óðinn
Þó svo að báturinn sé horfinn þá er saga tveggja skipverja um borð í bátnum enn í gangi.  því að eigandinn af Gullfaxa GK var Kristinn Arnberg útgerðamaður í Grindavík og um borð í Gullfaxa GK voru þá tveir synir hans.  Kristinn Arnberg eða Kiddó sem er í dag er skipstjóri á Daðey GK.  og Óðinn Arnberg sem í dag er skipstjóri á Óla á Stað GK,
Þessi vertíð var fyrsta vertíðin sem að Óðinn Arnberg var skipstjóri var á og hann byrjaði á vertíð sem var eins og við höfum séð í þessum pistlum mínum hörmuleg,

í verkfallinu sem var í apríl þá réði faðir þeirra bátnum og í áhöfn voru þá aðeins synir hans.  og því var áhöfn bátsins í apríl einungis 3 menn.

 Vertíðin.
 Já þeir réru nokkuð duglega, enn aflinn var tregur.   14,4 tonn í 11 róðrum í janúar,
21 tonn í 8 í febrúar,

mars var ekkert spes 77 tonn í 17 róðrum og mest 17,8 tonn.  til samanburðar þá var Þorsteinn G´íslason GK með 145 tonn í Grindavík í mars 2001,

í apríl þegar áfhöfn bátsins var einungis 3 menn þá var aflinn þó ágætur.  80,4 tonn í 18 róðrum og mest 13,6 tonn í róðri,

Vertíðaraflinn alls 212,8 tonn í 57 róðrum ,

 Sumar,
 Um Sumarið þá fór báturinn á lúðuveiðar og stundaði þær veiðar ansi langt útí hafi eða um 100 mílur út og var það nokkuð langt fyrir bát sem var ekki nema 64 tonn.  Óðinn sagði reyndar að báturinn væri mjög góður sjóbátur og þoldi þetta vel,
lúðuaflinn um sumarið var alls um 19 tonn og aflaverðmæti um 10 milljónir króna,
 Haustið,
 Báturinn stundaði netaveiðar um haustið og veiðin var mjög lítil,
t.d október 7,3 tonn í 11 róðrum eða 663 kíló í róðri,

Heildaraflinn árið 2001
284,6 tonn í 116 róðrum eða 2,5 tonn í róðri,


Gullfaxi GK mynd Hafþór Hreiðarsson