Bátur nr 310. Baldur VE árið 2001. Trollbátur nr.1
Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,
ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt. bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,
þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,
margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu
Þessi bátur er númer 51 sem ég skrifa um.
Þessi bátur átti sér mjög langa sögu á Íslandi og svo langa að fáir ef enginn bátur kemst með jafn langa sögu og þessu bátur gerði þau 72 ár sem að báturinn var gerður út,
já ég er að tala um bát númer 310. Baldur VE.
Þessi bátur var smíðaður árið 1930 í Danmörku og hét sama nafni öll sín 72 ár sem báturinn var gerður út , og var aðalveiðarfærið hjá Baldri mest öll þessi ár, það var trollið og
því ætla ég mér að segja að þetta sé trollbátur númer 1 á íslandi. enginn bátur á sér jafn langa sögu sem trollbátur á Íslandi og þessi bátur. Baldur VE átti,
Þeir sem vilja lesa nánar sögu bátsins þá er hérna tengill inn á Sjómannadagsblað Vestmannaeyja frá því árið 2003 þar sem að saga Baldur VE er rakin ,
Vertíðin
Baldur VE stundaði sem fyrr trollveiðar og þetta árið var síðasta árið sem að báturinn var gerður út,
Vertíðin var mjög lítil ekki nema 37 tonn í 11 róðrum ,
Sumar,
Sumarið gekk nokkuð vel,
í júní var aflinn 70 tonní 4 róðrum og mest 22,3 tonn,
og júlí var mjög stór 104 tonn í 7 róðrum og mest 25 tonn.
Síðasta löndun bátsins var í lok ágúst og þar með lauk 72 ára fiskveiðisögu Baldurs VE á Íslandi,
Heildaraflinn árið 2001,
270,7 tonn í 29 róðrum eða 9,3 tonn í róðri,
Baldur VE mynd Tryggvi Sigurðsson