Bátur nr 363. Ósk KE árið 2001
Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,
ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt. bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,
þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,
margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu
Þessi bátur er númer 54 sem ég skrifa um.
ÞEssi bátur er án efa einn merkilegasti bátur ÍSlands. hann er númer 363 og hét árið 2001. Ósk KE 5. í dag heitir báturinn Maron GK og er í fullri útgerð,
Maron GK er elsti stálbátur íslands var smíðaður árið 1955 í Hollandi og fagnar því 63 ára afmæli sínu.
Ég ætla að rétt að vona að það að ef einhverntímann þessum báti verði lagt að honuim verði fundin staður eins og var gert með Hólmstein GK og Baldur GK.
Báturinn er ekki stór rétt um 92 BT enn hefur átt mjög farsælan feril öll sín 63 ár á sjó.
og það má geta þess að þessi bátur er númer 2 sem skrifað er um sem að er gerður út af Hólmgrími Sigvaldsyni . hinn er númer 89 og heitir Grímsnes GK.
Vertíðin,
Ósk KE var á netum allt árið 2001
Janúar byrjaði nokkuð vel. 105,3 tonn í 21 róðri og mest 21 tonn.
Febrúar var 52 tonn í 16,
MArs var frekar slakur 110 tonn í 23 róðrum ,
Vertíðarafli einungis 267 tonn og er þetta með verri vertíðum bátsins
Sumar,
Ósk KE var á netum frá miðjum maí fram í enda júni, tók svo stopp allan júlí og hóf svo veiðar í ágúst,
Aflinn var fínn í maí. 41 tonní 10 róðrum ,
Haustið,
Ósk KE stundaði netaveiðar allt haustið og var veiðin frekar treg. best var þó í desember 43 tonn í 14 róðrum og mest 7,3 tonn,
Þess má geta að Osk KE landaði öll afla sínum í Sandgerði árið 2001,
Heildarafli 461,54 tonn í 144 róðrum eða 3,2 tonn í róðri,
Ósk KE Mynd Tryggvi Sigurðsson