Bátur nr 462.Eyjanes GK árið 2001

Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,


ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt.  bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,

þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,

margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu

Þessi bátur er númer 57 sem ég skrifa um.


Bátur þessi átti sér ekki langa sögu eftir árið 2001, því segja má að árið 2001 hafi verið síðasta árið sem að báturinn var gerður út,  AFtur á móti þá a´tti báturinn sér langa sögu við Norðausturlandið.   
Bátur þessi var númer 462 og hét árið 2001.  Eyjanes GK.    Báturinn átti sér langað sögu á Þórshöfn þar sem að báturinn hét Geir ÞH og í Húsavík þar sem að báturinn hét Guðrún Björg ÞH.


Vertíðin

 Hún var nú ekki stór.  bátuirnn hóf ekki veiðar fyrr enn í febrúar og landaði þá aðeins 20 tonnum í 8 róðrum ,

mars var nú aðeins ska´rri.  55 tonn í 16 róðrum, öllum aflanum landað í Sandgerði og stræsta löndun 9 tonn,

Vertíðarafli aðeins 75 tonn í 24 róðrum ,


 Sumar

 Eyjanes GK fór á lúðu í júní og landaði 3,7 tonn í 3

var síðan á netum í júlí og ágúst og var t.d með 20,2 tonní 8 róðrum í júlí og mest 8,3 tonn,


 Haustið.

 Eyjanes GK stundaði netaveiðar fram í desember þegar að báturinn fór á línuveiðar.  Desember var nokkuð góður og landaði báturinn 21,6 tonn í 8 róðrum og það er kanski merkilegast við þetta er að báturinn réri á milli jóla og áramóta og landaði t.d 31.desember  og var einn af örfáum bátum sem landaði þann dag.


Heildaraflinn ekki mikill árið 2öö1   

159,1 tonn í 78 róðrum og þar með var þetta síðasta heila árið sem að báturinn var gerður út.



Eyjanes GK Mynd Tryggvi Sigurðsson