Bátur nr 462.Eyjanes GK árið 2001
Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,
Vertíðin
Hún var nú ekki stór. bátuirnn hóf ekki veiðar fyrr enn í febrúar og landaði þá aðeins 20 tonnum í 8 róðrum ,
mars var nú aðeins ska´rri. 55 tonn í 16 róðrum, öllum aflanum landað í Sandgerði og stræsta löndun 9 tonn,
Vertíðarafli aðeins 75 tonn í 24 róðrum ,
Sumar
Eyjanes GK fór á lúðu í júní og landaði 3,7 tonn í 3
var síðan á netum í júlí og ágúst og var t.d með 20,2 tonní 8 róðrum í júlí og mest 8,3 tonn,
Haustið.
Eyjanes GK stundaði netaveiðar fram í desember þegar að báturinn fór á línuveiðar. Desember var nokkuð góður og landaði báturinn 21,6 tonn í 8 róðrum og það er kanski merkilegast við þetta er að báturinn réri á milli jóla og áramóta og landaði t.d 31.desember og var einn af örfáum bátum sem landaði þann dag.
Heildaraflinn ekki mikill árið 2öö1
159,1 tonn í 78 róðrum og þar með var þetta síðasta heila árið sem að báturinn var gerður út.
Eyjanes GK Mynd Tryggvi Sigurðsson