Bátur nr 467. Sæljós ÁR árið 2001

Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,


ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt.  bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,

þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,

margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu

Þessi bátur er númer 59 sem ég skrifa um.

Það eru ekki margir bátar sem voru smíðaðir á árunum fyrir 1960 sem héldu sama nafni sínu í yfir 30 ár.,  En það gerði þessi bátur.  

Þessi bátur var númer 467 og hét árið 2001.  Sæljós ÁR,    Báturinn var smíðaður árið 1956 og hét fyrst Grundfirðingur II SH og báturinn var gerður út undir því nafni í 33 ár,  og það er nú ansi gott 
Bátuirinn var gerður út undir þessi nafni Sæljós ÁR til ársins 2005.

 Vertíðin 
 Sæljós ÁR var á netum allt árið og landaði að langmestu leyti í Sandgerði allt árið 2001.
janúar og febrúar voru fremur rólegir.  37 tonn í 15 róðrum í janúar.

mars var nokkuð góður 113 tonn í 17 róðrum og mest 17,2 tonn í einni löndun,

og útaf verkfallinu þa´réri báturinn ekkert í apríl,

vertíðaraflinn alls 179,4 tonn í 44 rórðum ,

 Sumar,
 Báturinn var á netum um sumarið og gekk það nokkuð vel.  var t.d með 49 tonní 13 róðrum í júlí og mest 13,1 tonn og 36 ton ní 11 róðrum í ágúst,

 Haust,
 Haustið var mjög rólegt.  heildaraflinn um haustið ekki nema um 25 tonn,

Heildaraflinn árið 2001 var þó þokkalegur,

alls 345,5 tonn í 108 róðrum ,


Sæljós ÁR mynd Tryggvi Sigurðsson