Bátur nr 472. Haftindur HF árið 2001
Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,
ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt. bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,
þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,
margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu
Þessi bátur er númer 60 sem ég skrifa um.
Þessi bátur átti sér mjög langa sögu á Íslandi. var smíðaður áirð 1946 í Hafnarfirði og hét fyrst Guðbjörg GK 6. Kanski er þekktaustu nöfnin sem báturinn var með Jói á Nesi SH og Guðrún Björg ÞH
Báturinn var númer 472 og hét árið 2001. Haftindur HF 123 og var á þessum árum sem báturinn hét Haftindur HF notaður sem skólabátur , en í dag er enginn svo kallaður skólabátur til
Vertíðin,
Hún var ekki stór. báturinn var með um 11 tonn samtals í janúar og febrúar og í mars 45 tonn í 16 róðrum og mest 10,6 tonn
Síðan var báturinn smá gerður út í júní en síðan ekkert meira,
Heildaraflinn var ekki mikill
aðeins 62,2 tonn í 34 rórðum og vertíðaraflinn af því var 56 tonn.
Haftindur HF mynd Tryggvi Sigurðsson