Bátur nr 483. Gústi í Papey SF árið 2001

Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,


ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt.  bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,

þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,

margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu

Þessi bátur er númer 61 sem ég skrifa um.

Þessi bátur var smíðaður í þýskalandi árið 1957 og þráttt fyrir  mjög mörg ár á sjónum eða 48 þá báturinn báturinn aðeins 3 nöfn,
Þessi bátur var númer 483 og hét Gústi í Papey SF árið 2001.  fyrsta nafnið á bátnum var Sunnutindur SU og síðan hét báturinn Guðný ÍS í 40 ár  og er það ansi merkilegt að sami bátur hafi haft sama nafnið þetta lengi eins og báturinn gerði undir nafninu Guðný ÍS .

Gústi í Papey SF var gerður út á trolli öll árin sem báturinn hét Gústi í Papey SF, en útgerð bátsins lauk um 2003 og sökk báturinn við Langanes  á 164 metra dýpi og var áhöfn bátsins bjargað um borð í Árbak EA .

 Vertíðin,
Báturinn var á trolli eins og að ofan segir og voru ekki margir róðrar farnir um vertíðina.  18 tonn í 2 róðrum í janúar og mest 10,7 tonn.  mars var 37 tonn í 5 róðrum,

Vertíðarafli alls 69,8 tonn í 9 rórðum ,

 Sumarið.
Veiði bátsins gekk ágætlega um sumarið.  júní var 43 tonn í 6 róðrum 

júlí 57 tonn í 6 róðrum  og mest 15,3 tonn,

Ágúst 30,3 tonn í 3 róðrum og mest 13,9 tonn,

 Haustið.
 Um haustið þá réri báturinn einungis fram í nóvember

Heildaraflinn 265,6 tonní 38 róðrum ,


Gústi í Papey SF Mynd Sverrir Aðalsteinsson