Bátur nr 500.Gunnar Hámundarsson GK árið 2001

Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,


ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt.  bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,

þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,

margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu

Þessi bátur er númer 62 sem ég skrifa um.

Þennan bát þekkja allir hann var númer 500 og hét Gunnar Hámundarsson GK árið 2001, þessi bátur var smíðaður árið 1954 í Njarðvík og ótrúlegt enn satt enn þessi bátur hét þessu sama nafni Gunnar Hámundarsson GK í 62 ár,

Enginn annar bátur á íslandi hefur heitið sama nafni sínu í eins mörg ár og þessi bátur gerði og það sem er kanski ánægjulegast við þetta er það að báturinn er ennþá til því að hann er á Hauganesi og heitir þar Whales EA og er notaður í hvalaskoðunarferðir.  

og smá svona á persónulegum nótum þá er Gunnar Hámundarsson GK fyrsti báturinn eða útgerð bátsins sem ég vann verkefni fyrir, því Þorvaldur Halldórsson skipstjóri og eigandi af bátnum bað mig um að safna saman aflatölum um ekki bara þennan bát heldur líka hina bátanna sem hétu Gunnar Hámundarsson GK.  
Þorvaldur var alltaf kallaður Valdi í Vörum og má geta þess að stræsta löndun sem þessi bátur kom með í land á netaveiðum var  um 60 tonn í einni löndun og var þá Valdi með bátinn.   

 Vertíðin
Hún var ekkert sérstök.  báturinn var eins og alltaf á netaveiðum og var febrúar bestur eða 82,5 tonní 18 róðrum og mest 11 tonn.  

Vertíðaraflinn aðeins 178,5 tonn í 55 róðrum ,

 Sumar,
það var frekar rólegt.  ágúst var þó 31 tonní 19 róðrum.  Gunnar Hámundarsson GK réri aðeins hluta af júní og júlí,

 Hausti,
Gunnar Hámundarsson GK var á netum allt haustið og best var í september 28 tonn í 14 róðrum ,

Mjög margar sjóferðir sem báturinn fór eða 144 yfir árið 
og heildaraflinn
326,1 tonn eða 2,2 tonn í róðri,


Gunnar Hámundarsson GK mynd Arnbjörn Eiriksson