Bátur nr 560. Jónas Hjörleifsson VE árið 2001

Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,


ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt.  bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,

þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,

margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu

Þessi bátur er númer 64 sem ég skrifa um

Þessi bátur er ekki stór og myndi flokkast sem smábátur.   enda er báturinn ekki nema 10,4að stærð

Báturinn var númer 560 og hét árið 2001.  Jónas Hjörleifsson VE 10.

Þó hann hafi verið smábátur þá átti báturinn sér nokkuð langað sögu ,því að báturinn var smíðaður árið 1962 og hét nafninu Helgi nokkuð lengi,

fyrst Helgi ÍS í 18 ár til 1980.

og síðan Helgi SH í 19 ár þar til hann var seldur til Hornafjarðar og fékk þar nafnið Sílavík SF.

Saga bátsins endaði árið 2005 og má geta þess að síðasti útgerðamaðurinn sem átti bátinn var Guðmundur Falk sem var meðal annars skipstjóri á Valþóri GK vertíðina 2018 á netunum 

árið 2001

 Ekki var nú mikið róið á bátnum árið 2001,

báturinn fór ein róður á línu og landaði í Vestmannaeyjum í júní 50 kíló,

Fór síðan á net frá Grindavík og landaði þar 5,3 tonn í 4 róðrum og mest 2,9 tonn í einni löndun,

í september þá landaði báturinn 1,8 tonn í 8 róðrum ,

Heildaraflinn alls 7 tonní 13 róðrum ,


Jónas Hjörleifsson VE mynd Hafþór Hreiðarsson