Bátur nr 582. Guðmundur Jensson SH árið 2001

Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,


ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt.  bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,

þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,

margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu

Þessi bátur er númer 66 sem ég skrifa um

Bátur þessi er smíðaður ´sama ár og báturinn sem er núna Maron GK.  í Hollandi árið 1955.

Þessi bátur var númer 582 og hét árið 2001.  Guðmundur JEnsson SH.  ( enginn mynd fanst af bátnum undir því nafni)

Báturinn átti sér nokkuð langa sögu aðalega undir nafninu Hringur.  
Fyrst sem Hringur SI f´ra 1955 til 1969 eða í 14 ár

og seinna sem Hringur SH frá 1977 til 1994 eða í 17 ár.

Báturinn var alla tíð mjög fengsæll og endaði veru sína undir nafinu Hannes Andrésson SH og var þá búinn að vera á sæbjúguveiðum.  

Lítum á árið,

 Vertíðin,

 Hún var þokkaleg hjá Guðmundi JEnssyni SH.  janúar 87 tonn í 23

Febrúar 48 tonní 15

Mars 96 tonní 19

og báturinn réri í apríl sem þýddi að eigendur bátsins réru bátnum, en það var leyfilegt í verkfallinu,
var með 84 tonní 14 róðrum ,

Vertíðaraflinn alls 341,1 tonn í 76 róðrum .

 Sumar,
 Guðmundur JEnsson SH fór á dragnót í júní og landaði 48 tonn í 7 og mest 17,8 tonn,

Haust.
Haustið var frekar rólegt, september 39,4 tonní 16 og restin náði ekki 10 tonn á mánuði,

Heildaraflinn,
472,5 tonní 113 róðrum ,


Hringur SH síðan guðmundur JEnsson SH mynd Þórður Birgisson