Bátur nr 616. Stefán Rögnvaldsson EA árið 2001
Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,
ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt. bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,
þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,
margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu
Þessi bátur er númer 69 sem ég skrifa um
já pistlarnir orðnir 69
og hérna kemur bátur sem átti sér nokkuð langa sögu en með mörg nöfn. hann var smíðaður árið 1960 í Þýskalandi og hét fyrst Jón Guðmundsson KE
Báturinn var með nokkur nöfn t.d Askur ÁR. Laufey ÍS. Dagur SI , Egill BA
var þessi bátur númer 616 og íbúar í Dalvík þekkja þennan bát mjög vel því það nafn sem var lengst á bátnum var Stefán Rögnvaldsson EA en báturinn var með það nafn í um 20 ár.
Stefán Rögnvaldsson EA stundaði að mestu rækjuveiðar þessi ár sín í Dalvík.
Vertíð
Báturinn stundaði trollveiðar í janúar fram í mars og var t.d með 28 tonn í mars í 4 róðrum og mest 9,5 tonn í róðri,
Rækjan
Stefán Rögnvaldsson EA fór síðan á rækju og var á rækju yfir sumarið og fram í september
og miðað við stærð bátsins sem var ekki stór þá má segja að báturinn hafi mokveitt
í júní 42 tonní 6 róðrum og mest 9,2 tonn
í ágúst 45 tonn í 6 róðrum
í september 18,3 tonn í 3 og mest 10,3 tonn í einni löndun,
Rækjuaflinn var alls 176,6 tonn
Haustið.
Stéfán Rögnvaldsson EA fór á troll um haustið og kom með fullfermi svo til hverri ferð,
var t.d með í september með 75,3 tonn í 4 róðrum og mest 21,3 tonn í einni löndun,
í október 35 tonní 4 róðrum
Heildarflinn árið 2001
331,3 tonní 31 róðrum og af því þá var rækja 176 tonn
Stefán Rögnvaldsson EA mynd Hafþór Hreiðarsson