Bátur nr 617. Hafnarberg RE árið 2001

Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,


ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt.  bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,

þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,

margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu

Þessi bátur er númer 70 sem ég skrifa um

jÞar kom af því,

að mínu mati einn fallegasti báturinn sem hefur róið frá Suðurnesjunum og jafvel um landið.  

Já þessi bátur var númer 617 og hét árið 2001.  Hafnarberg RE.   Tómas Sæmundsson gerði út þennan bát í um 30 ár og var allt kallaður Tommi á Hafnarberginu.  bátur þessi hafði áður heitið Jón Gunnlaugs GK og hafði því langa 
útgerðarsögu í Sandgerði.
Árið 2001 markaði reyndar endalokin hjá þessum báti númer 617 undir nafninu Hafnarberg RE, því að um haustið þá var báturinn seldur til Ólafsvíkur og fékk þar nafnið Jói á Nesi SH 
en lítum aðeins á árið 2001,

 Vertíðin,
 Hún var eins og hjá mörgum öðrum bátum ekkert spes.
Janúar 69 tonní 22
Febrúar 44 tonní 16

mars var þó þokkalegur, 157 tonní 23 róðrum og mest 22,7 tonn í róðri,

Vertíðaraflinn alls 270,3 tonn í 61 róðrum ,

 Humar,
 Eins og öll þessi ár sem að Tommi gerði út Hafnarberg RE þá fór hann á humar og fiskaði Tommi oft það vel á hurminum að Hafnarberg RE var aflahæstur humarbátanna ansi oft á humarvertíð,

Humaraflinn var 42 tonn sem er nokkuð gott miðað við að báturinn var einungis gerður út fram í miðjan júlí.  

Hafnarberg RE var ekkert gerður út um h austið 2001, enda var báturinn seldur þá,

Heildaraflinn árið 2001
380,3 tonn í 81 róðri,


Hafnarberg RE mynd Kristján Kristjánsson