Bátur nr 741. Grímsey ST árið 2001

ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt.  bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,

þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,

margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu

Þessi bátur er númer 76 sem ég skrifa um

Ekki margir bátar sem ég hef skrifað í þessum pistlum mínum sem núna eru orðnir 76 sem eru með sama nafni og útgerðarstað árið 2001 og árið 2018,

en já það er með þennan bát.  hann er númer 741 og hét árið 2001.  Grímsey ST og heitir árið 2018 Grímsey ST.

Grímsey ST er búinn að vera gerður út frá Drangsnesi núna í 22 ár en var þar á undan Auðbjörg II SH frá Ólafsvík og þar á undan Benni Vagn ÍS svo dæmi séu tekinn,

 Vertíðin

 Grímsey ST fór í hafró veiðar á rækju í húnaflóanum í febrúar og landaði 489 kíló í einni löndun,

fór svo á dragnót og var t.d með 53 tonn í 11 róðrum í mars og mest 14,4 tonn í einni löndun.

Vertíðaraflinn var 68,5 tonn í 17 róðrum ,


 Sumar
 Grímsey ST fór á rækjuveiðar um sumarið og gekk það mjög vel hjá bátnum þrátt fyrir að báturinn sé þetta lítill 

var t.d með 45 tonn í 5 róðrum í júlí og mest 10,1 tonn,

Júní var 39 tonní 6 róðrum og mest 11,3 tonn í einni löndun

rækjuaflinn var alls 131,2 tonn í 19 róðrúm ,

 Haust.
 Grímsey ST fór á dragnót um haustið og réri fram í miðjan nóvember

var t.d með 41 tonn í 9 róðrum í september

heildaraflinn árið 2001
283,5 tonn í 58 róðrum  eða 4,9 tonn í róðri,
af þessu þá var rækja 131 tonn,


Grímsey ST mynd Jón Halldórsson