Bátur nr.100. Skálafell ÁR árið 2001

Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,


ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt.  bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,

þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,

margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu

Þessi bátur er númer 13 sem ég skrifa um.

Jæja þá eru við kominn í báta sem er með þriggja stafa númer og fyrsti báturinn í þeim flokki var númer 100.  og hét árið 2001.  Skálafell ÁR.  og reyndar þá var báturinn gerður út í Þorlákshöfn undir þessi sama nafni í 16 ár.

Skálafell ÁR stundaði netaveiðar á vertíðinni og um haustið 2001 og fór á humarinn í júní og júlí,

Vertíðin,

 Hún var þokkaleg.  janúar var frekar slakur.  42 tonní 14 róðrum.  febrúar var ágætur.  87 tonní 10 róðrum,

og mars var ansi góður.  Skálafell ÁR landaði 271 tonn í 17 róðrum og mest 38,9 tonn,

Nokkuð merkilegt er að Skálafell ÁR náði að róa 3 róðra í apríl á meðan flesti bátanna voru stopp.  og landaði báturin í þeim róðrum um 14 tonnum 

Vertíðaraflinn 414,7 tonn í 44 róðrum,

Báturinn fór reyndar aftur á netin seinnihlutan í maí og landaði þá 34 tonnum í 6 róðrum,

 Sumarið,

 Báturinn var á humri í júní og júlí og gekk nokkuð vel,

landaði alls 79 tonnum og af því þá var humarinn 38 tonn, mest 6,5 tonn af humri í einni löndun,

Haustið.
 Báturinn réri ekki mikið um haustið.  var á netum og landaði alls 135 tonnum í 14 róðrum,

Heildaflinn var alls 632 tonní 64 róðrum eða 9,8 tonn í róðri.  AF þessum afla þá var humar 38 tonn,


Skálafell ÁR mynd Vigfús Markússon