Bátur nr.120.Erling KE árið 2001

Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,


ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt.  bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,

þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,

margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu

Þessi bátur er númer 15 sem ég skrifa um.

Þessi bátur er mikill aflabátur.  var mjög lengi í Grindavík og hét þar Höfrungur II GK.  Þessi hafði númerið 120 og hét árið 2001.  Erling KE 140.  Hann var með það nafn í um 10 ár þangað til að Saltver fékk núverandi  Erling KE.  Þá fékk þessi bátur nafnið Kamparöst  fyrst SU og síðan RE.  endalok þessa báts ´var árið 2009 þegar hann fór í brotajárn.

Erling KE stundaði netaveiðar á vertíðinni og fór svo yfir á rækju í júlí og framm í október og landaði þá á Dalvík.  

 Vertíðin,

 hún var nú ekkert sérstök.  janúar var ágætur 110 tonní 18 róðrum og febrúar 88 tonní 12,

Mars var nokkuð góður.  aflinn 268 tonní 15 róðrum eða 18 tonn í róðri og mest 39 tonn í löndun,

Vertíðaraflinn rétt skreið yfir 400 tonnin eða 466,2 tonn í 45 róðrum 

fór síðan báturinn aðeins á netin nokkra daga í maí og landaði þá 67 tonnum í 6 róðrum ,

 Rækjan

 Það var nokkuð jöfn veiði hjá Erling KE á rækjunni.  alls landaði báturinn 283 tonnum af rækju og var mest í september 78 tonní 5 róðrum og mest 29 tonn,

Öllum aflanum landaði báturinn á Dalvík


Haustið,

 Eftir rækjuna þá fór báturinn á netin og var á þeim út desember.    var veiðin treg eða aðeins um 60 tonn,

Heildaflinn árið 2001 hjá Erling KE var 879 tonn í 82 róðrum eða 10,7 tonn í róðri,


Erling KE Mynd Tryggvi Sigurðsson