Bátur nr.130.Júpíter ÞH árið 2001

Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,


ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt.  bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,

þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,

margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu

Þessi bátur er númer 17 sem ég skrifa um.

Þar kom af því að fyrsta loðnuskipið kæmi hérna inn og hérna kemur skip sem má segja að hafi verið ansi mikið og frægt aflaskip,

Þessi bar númer 130 og hét Júpiter ÞH árið 2001, þegar skipið var smíðað árið 1956 þá hét hann Gerpir NK og fékk síðan Júpiters nafnið árið 1960 og hélt þessu sama nafni í yfir 40 ár.  

 Síld
 Júpiter :ÞH stundaði bæði síld og loðnuveiðar í nót árið 2001.  byrjaði árið í janúar með 439 tonnum af síld.  síðan smá slatta í maí.

um haustið september, október og nóvember þá var skipið á síldveiðum og mest landaði Júpiter ÞH í nóvember 1980 tonnum af síld í 4 löndunm,

Síldaraflinn hjá Júpiter ÞH var 3387 tonn,

Loðna,

Skipið stundaði loðnuveiðar um veturinn fram til loka mars, síðan aftur um sumarið í júní og júlí og síðan smá í desember,

í febrúar þá landaði skipið 7184 tonnum í 6 löndunum og mars var ansi góður 9863 tonn í 8 löndunm eða 1232 tonn í löndun,

Veturinn 2001 þá landaði Júpiter ÞH 20 þúsund tonnum sem er ansi gott,

Sumarið var líka gott á loðnuni.  þá landaði Júpiter 6062 tonní 6 róðrum í júní og 7976 tonní 7 túrum í júlí,

síðan var smá slatti í desember,

Loðnuaflinn var alls rúm 36 þúsund tonn,

og heildaraflinn hjá Júpiter ÞH árið 2001 fór yfir 40 þúsund tonnin eða 40074 tonn í 45 löndunum eða 890 tonn í löndun,


Júpiter ÞH Mynd Tryggvi Sigurðsson