Bátur nr.185. Sigþór ÞH árið 2001

Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,


ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt.  bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,

þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,

margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu

Þessi bátur er númer 29 sem ég skrifa um.

Þessi bátur er ´íbúum Húsavíkur sem og Sandgerðis mjög þekktur.  hann var númer 185, og var lengi gerður út frá Sandgerði og hét þá Sigurpáll GK.  Eldsvoði varð í bátnum og var hann seldur til Húsavíkur árið 1977 og fékk þar nafnið Sigþór ÞH 100.  Undir því nafni þá réri báturinn margar vertíðir á línu frá Sandgerði og það gerði báturinn meðal annars á vertíðinni 2001
Reyndar þa´endaði báturinn ævi sína í Sandgerðishöfn þegar að mikill eldsvoði kom upp í bátnum þegar að báturinn lá við bryggu í Sandgerði í febrúar árið 2005.

Lítum á árið 2001.

Vertíðin,
Sigþór ÞH stundaði línuveiðar með bölum frá Sandgerði og gekk það nokkuð vel,

Landaði báturinn alls 276 tonn í 28 róðrum eða um 10 tonn í róðri.  Janúar var 109 tonní 11 rórðum og mars 106 tonn í 13 róðrum,,

 Sumar.
Sigþór ÞH fór á rækjuveiðar um sumarið og var á þeim veiðum fram í lok september og landaði öllum afla sínum á Dalvík,

Gekk rækjuveiðum nokkuð vel og landaði báturinn 313 tonn í 18 róðrum 17,4 tonn í róðri,

Júli og Ágúst voru svipaðir.  86 tonn í júlí í 4 róðrum og 84 tonn í ágúst í 4 róðrum .

 Haust.

Sigþór ÞH fór til Sandgerðis í nóvember og stundaði línuveiðar þar í nóvember og desember.

Desember var nokkuð góður eða 83 tonn í 10 róðrum ,

Heildaraflin Sigþórs ÞH árið 2001.  736 tonní 70 róðrum eða 10.5 tonn í róðri,


Sigþór ÞH Mynd Börkur Kjartansson