Bátur nr.93.Brynjólfur ÁR. árið 2001

Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,


ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt.  bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,

þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,

margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu

Þessi bátur er númer 12 sem ég skrifa um.

Þessi bátur var með númer 93.  og þessum báti var lagt árið 2005 og hafði síðustu 10 árin sín í útgerð heitið Brynjólfur ÁR 3.

Báturinn stundaði netaveiðar allt árið 2001 og óhætt er að segja að veiðin hafi verið virkilega góð og sérstaklega í mars mánuði,

 Vertíðin,
 Hún byrjaði vel því að í janúar þá landaði Brynjólfur ÁR 166 tonnum í aðeins 4 róðrum eða yfir 40 tonn í róðri.  nokkur hluti af þeim afla fór í gáma

Febrúar var líka mjög góður.  því þá landaði báturinn 188,2 tonnum í 9 róðrum ,

Mars var feikilega góður og má segja að mokveiði hafi verið.  
því að aflinn var 542 tonn í aðeins 20 róðrum eða 27,1 tonn í róðri.  og mest 58 tonn í einni löndun,

Vertíðaraflinn var ansi góður þrátt fyrir að apríl vantaði því að aflinn var als 896 tonn í aðeins 33 róðrum eða 27 tonn í róðri.

 Sumar.

 Báturinn var á netum um sumarið og þótt sumir hluti aflans hafi farið í gáma. 

sumaraflinn var 347 tonn og þar af var aflinn í júni um 150 tonn,

 Haustið.

Haustið var mjög gott því að aflinn var 422 tonn og endaði árið mjög gott því að aflinn í desember var 113 tonn í aðeins 4 róðrum,

Heildaflinn var mjög góður og í þessum 12 pistlum sem ég hef skrifað þá er einungis Freyr GK með meiri afla af þessum bátum sem ég hef skrifað um 

Heildaraflinn hjá Brynjólfi ÁR var 1665,7 tonn í 67 róðrum eða 25 tonn í einni löndun,


Brynjólfur ÁR mynd Tryggvi Sigurðsson