Bátur númer 586. Reistarnúpur ÞH og Stormur SH árið 2001

Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,


ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt.  bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,

þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,

margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu

Þessi bátur er númer 67 sem ég skrifa um

Þessi bátur átti sér langa sögu og kanski var saga bátsins merkilegust þegar að hann var hættúr  í útgerð.

ekki vegna þess hvesu vel bátnum gekk í gengum söguna.  heldur hversu oft hann sökk við bryggju meðan hann lá í Njarðvíkurhöfn.

Báturinn var númer  586 og hét tveimur nöfnum árið 2001.  fyrst Reistarnúpur ÞH ´og um haustið var báturinn kominn til Ólafsvíkur og fékk þar nafnið Stormur SH.

Þessi bátur er bátur númer 2 sem hét Guðbjörg ÍS.  Húsvíkingar og íbúar á Þórshöfn ættu að kannast vel við bátinn  því að hann var gerður út frá Þórshöfn undir nafinu Langanes ÞH reyndar ekki í langan tíma og seinna meir sem Fagranes ÞH 123

mestum tíma var þó báturinn á Húsavík.  fyrst sem Björg Jónsdóttir ÞH , síðan sem Aron ÞH og Reistarnúpur ÞH.

Reistarnúpur ÞH
 Fljótgert að fara yfir aflatölurnar,
Reistarnúpur ÞH var á rækjuveiðum frá Kópaskeri í maí og landaði 19,6 tonn af rækju og 9,8 tonn af fiski  í 12 róðrum,

 Stormur SH.

 Um haustið þá var báturinn kominn með nafnið Stormur SH og var á netum frá Ólafsvík,
gekk þokkalega.  best þó í des, 33 tonní 8 róðrum og mest 8,8 tonn í róðri,

Heildaraflinn hjá bátnum undir tveimur nöfnum,

99,3 tonní 37 róðrum,


Svona endaði saga bátsins,oft á tíðum í Njarðvík.  mynd Anna Kristjánsdóttir


Aron ÞH Seinna Reistarnúpur ÞH og Stormur SH mynd Baldvin Gíslason