Bátur númer 78.Ísborg ÍS árið 2001

Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,


ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt.  bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,

þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,

margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu

Þessi bátur er númer 7 sem ég skrifa um,

Þessi bátur er með númerið 78 og heitir Ísborg ÍS og hét því nafni líka árið 2001,

Báturinn var gerður út til ársins 2005 og lá síðan við bryggju í um 4 ár og var eiginlega orðið ljóst að báturinn myndi fara í pottinn enn útlit hans og ástand var orðið mjög slæmt.  

Árið 2009 þá var báturinn tekin í slipp í Njarðvík og var hann tekin allur í gegn og niðurstaðan var glæsilegur bátur sem hóf aftur veiðar árið 2010 og hefur síðan þá verið gerður út á rækju öll árin síðan,  og reyndar þá hefur báturinn verið gerður út á rækju öll árin á þessari öld fyrir utan um 5 ár sem báturinn var ekki gerður út frá árinu 2005 til ársins 2010.

Árið 2001,

 Báturinn stundaði rækjuveiðar allt árið 2001 eða fram í lok október

stærsti mánuðurinn var júlí með 68,6 tonn í 5 róðrum 

September var líka góður með 58,5 tonní 4 róðrum 
og Október 51,5 tonní 4


Alls landaði ÍSborg ÍS 415,6 tonn um af rækju í 33 róðrum árið 2001 og gerir  það 12,6 tonn í róðri,


Ísborg ÍS mynd Aðalsteinn SVeinsson