Bátur númer 84. Gandí VE árið 2001
Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,
ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt. bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,
þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,
margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu
Þessi bátur er númer 8 sem ég skrifa um ,
Þessi bátur er íbúum í Vestmannaeyjum mjög vel kunnugur. hann var með númer 84 og hét árið 2001, Gandí VE
Útgerðarsaga þessa báts var löng í Vestmannaeyjum eða hátt í 30 ár.
árið 2001 þá var báturinn gerður út á netum allt árið og vekur það nokkra athygli,
Vertíðin,
Hún var verulega góð,
í janúar þá landaði báturinn 93 tonnum í 3 róðrum og af því þá fóru um 70 tonn í gáma.
Febrúar þá var aflinn 166 tonní 7 róðrum
og í mars þá var mokveiði hjá Gandí VE
því að aflinn fór yfir 400 tonnin eða í 437,6 tonn í aðeins 14 róðrum og mest 49 tonn í einni löndun. þetta gerir um 31 tonn í róðri,
Vertíðaraflinn var alls 725,2 tonn sem er ansi gott miðað við að enginn afli var í apríl og maí útaf verkfallinu,
Sumar,
Gandi VE var á netum fram í lok júní og byrjaði svo aftur um miðjan ágúst,
Landaði 224 tonnum um sumarið,
Haustið,
Gandí VE var á netum um haustið og var veiðin svona þokkaleg. alls um tæp 200 tonn,
Heildaraflinn árið 2001 var því yfir 1000 tonn og fór í 1202,5 tonní 58 róðrum eða 20,7 tonn í róðri,
Gandí VE mynd Þóroddur Sævar Guðlaugsson. www.123.is/eldey