Bátur númer 88. Kópnes ST árið 2001
Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,
ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt. bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,
þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,
margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu
Þessi bátur er númer 9 sem ég skrifa um
Þessi bátur er Grindvíkingum mjög vel kunnur því þessi bátur var gerður út frá Grindavík í hátt í 40 ár undir nafninu Geirfugl GK og var mikið aflaskip. oft aflahæstur yfir vetrarvertíðir.
ÞEssi bátur var númer 88 og hét árið 2001. Kópnes ST og var gerður út á rækju.
Kópnes ST fór fyrst á veiðar um miðjan mars og var á veiðum fram í byrjun nóvember,
Landaði mesti öllum afla sínum á Hólmavík enn að auki var landað á Dalvík, Grundarfriði og Skagaströnd,
Heildarflinn hjá bátnum var alls 326,8 tonn af rækju sem fékkst í 30 róðrum eða 10,9 tonn í róðri,
Best gekk bátnum í júlí þegar að báturinn landaði 80 tonnum í 5 róðrum og mest 24,3 tonn í róðri,
Þessi bátur sökk árið 2005 og vekur athygli að þegar að báturinn sökk voru einungis 3 menn um borð.
hélt að það þyrfti fleiri menn um borð í rækjubát enn 3.
Kópnes ST mynd Hafþór Hreiðarsson