Bátur Óskast fyrir Pitron.
Það er nokkuð um það að aðilar hafi samband við Aflafrettir með hinar ýmsu óskir
fyrir nokkrum dögum síðan þá var haft samband við Aflafrettir frá ESSEC viðskiptaskóla í París í Frakklandi.
Sá skóli er í samstarfi við mann sem heitir Guillaume Pitron sem er 43 ára gamall rannsóknarblaðamaður og rithöfundur sem býr í Frakklandi.
Pitron hefur undanfarin ár gefið út nokkrar bækur. Ein heitir The Rare Metal wars og fjallar hún um dökkar hliðar á það sem kallað er græn orka, og
hin bókin heitir The Dark Clound, og fjallar um hvaða afleiðingar rafrænn heimur er að hafa á jörðina.
Núna er Pitron að skrifa bók sem fjallar um “ the Blue Economy”. Og hluti af því er að hann vill fjalla betur og kynnast veiðum á fiski og þar á meðal þorski.
Pitron er að koma til Íslands núna 21 til 27 október og er að óska eftir að komast í dagsróður með báti sem rær frá nágrenni Reykjavíkur..
það er þá helst dragnótabátar í Reykjavík. Netabátur í Keflavík eða þá færa, Línu eða dragnótabátur í Sandgerði.
Hann er helst að horfa í það að koma á sjóinn á einhverjum báti 20 október eða þá 26 október
ef það hentar illa þá 21 eða 25 október
Pitron talar mjög góða ensku og hefur áður farið á sjóinn
Pitron verður einn.
Þeir útgerðaraðilar sem eru í Sandgerði, Keflavík eða Reykjavík og getið boðið honum að koma með í einn róður, sendið póst á gisli@aflafrettir.is og ég kem ykkur í samband við Pitron
eða þá að þið getið sent skila á facebook gísli Reynisson eða þá á Aflafrettir.is á facebook
Set hérna inn hlutlausa mynd svo þessi frétt sé ekki myndalaus
Mynd Gísli Reynisson