Bátur.nr 610-Jón Júli BA árið 2001

Ég hef verið að fara með ykkur í ferðalög aftur í tímann og mest hefur það verið undanfarið til ársins 1983,


ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt.  bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,

þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,

margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu

Þessi bátur er númer 68 sem ég skrifa um

Þessi bátur er smíðaður á íslandi, nánar tiltekið á Fáskrúðsfirði.  og var með nokkur nöfn á sér.  Ingólfur SF.  Faxi´ÁR.  Íslendingur II RE. og 1975 fékk báturinn nafnið Jón Júlí BA 157 og var með það nafn það sem eftir lifði af útgerðarsögu bátsins,  

Bátur  númer 610.  Jón Júli BA árið 2001, og var með þessi nafni í útgerð í 33 ár,

Reyndar er báturinn ennþá til því að hann er í flokki með Baldur KE og Hólmstein GK því að allir þessir þrír bátar eru hafðir uppá landi, og er Jón Júli BA uppá landi í Tálknafirði, enn þaðan var báturinn gerður út í 33 ár,

Lítum á árið 2001,

 Sumar,

 Jón Júlí BA var einungis gerður út um sumarið og þá á dragnót,  

júní 21 tonní 9 og mest 10,6

Júlí 27,1 tonní 17 

ágúst 49,9 tonní 15 og mest 11,6 tonn,

Heildaraflinn 97,9 tonní 41 róðrum ,


Jón Júli BA mynd Níels Adolf Ársælsson 


Jón Júli Ba mynd Sigríður Línberg Runólfsdóttir