Beitir NK aflahæstur á ÍSlandi árið 2021

Listi númer 19.

Uppsjávarskipin árið 2021. listi númer 19


og þetta er má segja lokalistinn fyrir uppsjávarskipin árið 2021

 því að núna eru þau komin í jólafrí og fara ekki aftur á veiðar fyrr enn 2.janúar,

enn heildaraflinn hjá skipunum er 644 þúsund tonn.

Loðna er 135 þúsund tonn
Síld 185 þúsund tonn
Kolmunni 190 þúsund tonn
Makríll 132 þúsund tonn 

og aukaafli um 2 þúsund tonn, enn nánar verður fjallað um þennan aukaafla núna seinna á aflafrettir

5 skip yfir 40.000 tonn
Alls voru það 5 skip sem yfir 40 þúsund tonn náðu og Hoffell SU rétt skreið yfir það, með 40000,9 kg.  enn Hoffell SU 

var langaflahæstur á kolmuna

öll skipin nema Álsey VE og SVanur RE náðu yfir 20 þúsund tonn, enn rétt er að geta þess að Ásley VE var bara gerð hluta

úr árinu, því að áhöfnin sem er á Álsey VE, er líka sú sama og er á togaranum Ottó N Þorlákssyni VE

 Fyrirtækin
Ef fyrirtækin eru skoðuð þá lítur þetta svona út

Síldarvinnslan 147 þúsund tonn, 

Brim 93 þúsund tonn

Eskja  101 þúsund tonn

Vinnslustöðin  50 þúsund tonn

Ísfélagið 73 þúsund tonn

Skinney, Þinganes  42 þúsund tonn

síðan kemur Samherji með 40 þúsund tonn, (Vilhelm Þorsteinsson EA, enn hann landaði mest í Neskaupstað, enn auk þess 
nokkuð miklu magni í Noregi)

Gjögur með Hákon EA,  og Huginn VE 

aflahæsta skipið á íslandi árið 2021.  

Beitir NK og hann var líka sá eini sem yfir 50  þúsund tonn náði,

Hérna má sjá nánar að neðan lokalistann fyrir uppsjávarskipin árið 2021



Beitir NK mynd Guðmundur St Valdimarsson



Sæti Sæti áður Nafn Heildarafli Landanir Loðna Síld Kolmunni Makríll
1 1 Beitir NK 51917 37 11025 13544 19888 7215
2 3 Víkingur AK 43213 32 10962 11857 11922 8443
3 2 Venus NS 150 43169 33 10708 12946 11773 7697
4 4 Vilhelm Þorsteinsson EA 11 40154 27
17806 12888 9337
5 6 Hoffell SU 80 40000 37 3614 4843 24681 6761
6 5 Jón Kjartansson SU Nýi 39736 31 8007 8286 14968 8398
7 7 Aðalsteinn Jónsson SU 38136 31 7320 8312 15378 7107
8 8 Börkur II NK 35734 22 9893 4154 16077 5541
9 12 Börkur NK Nýi 30593 24 5855 12885 2692 9070
10 9 Heimaey VE 28921 29 8278 12714 2006 5908
11 10 Hákon EA 28686 26 2036 12238 9946 4448
12 11 Bjarni Ólafsson AK 28437 26 4746 2730 15235 5713
13 13 Sigurður VE 27803 24 6184 10966 4192 6288
14 14 Ísleifur VE 26055 30 6299 9186 4105 6248
15 15 Kap VE 23824 30 5533 7294 4902 6051
16 17 Guðrún Þorkelsdóttir SU 23354 21 2747 1278 13958 5322
17 16 Huginn VE 23103 24 4626 6544 5083 6831
18 18 Ásgrímur Halldórsson SF 21286 26 5282 10284 118 5517
19 19 Jóna Eðvalds SF 20494 27 5647 10145 78 4578
20 20 Álsey VE 15936 18 4389 6764 160 4615
21 21 Polar Amaroq 3865 6823 10 6823


22 22 Svanur RE 45 6581 5 5169 484 12 915