Beitir NK með fullfermi til Noregs
Núna er loðnuvertíðin kominn nokkuð vel á veg, enn enn sem komið er þá eru skipin ekki farinn að stunda nótaveiðar á loðnunni,
þar sem að nokkuð mikil veiði hefur verið á loðnu í flottrollið þá hafa verksmiðjurnar ekki á undan að vinna aflann sem
enn sem komið er fer að mestu leyti í bræðslu.
Eitt skip hefur silgt með aflann erlendis því að Beitir NK for með fullfermi eða 3061 tonn til Triplenine Vedde í Noregi.
Sá staður er norðan við Bergen í Noregi.
Norðmenn birta verð á uppsjávarfiski og þar kemur fram að lægsta verð í bræðsluloðnu frá Íslandi
er 32 krónur á kílóið.
Enn í tilfelli Beitis NK þá fékk hamm 40,5 krónur fyrir kílóið
samkvæmt því þá var aflaverðmætir Beitis NK tæpar 124 milljónir króna fyrir þennan loðnufarm sem skipið fór með til Noregs.
hvað hefði skipið fengið hérna á Íslandi fyrir þetta magn, ekki tókst að afla upplýsinga um loðnuverð hérna á íslandi
og því ekki vitað hvað fengist hefði fyrir aflann hérna á landinu.
Beitir NK mynd Svn