Það var birt smá frétt hérna inn á síðunni um Sólborgu RE sem þá var kominn útúr húsi í Njarðvíkur slipp, enn breyta á bátnum í beitningavélabát.
með þeirri frétt þá var klausa sem vakti gríðarlegar mikla athygli. enn hún var eftirfarandi,
"Búið er að ákveða nafn á nýja bátinn og mun hann fá nafnið Faxaborg SH 207 Það nafn er ekki óþekkt í útgerðarsögu Rifs þar sem að þar var eitt sinn bátur sem hét þessu nafni og var sá bátur nokkuð merkilegur. Sá bátur hét uppruna lega Skarfur GK og var annar línubáturinn á íslandi til þess að fá beitningavél um borð, sá fyrsti var Núpur BA".
Já þetta vakti mikla athygli og fékk ég marga pósta frá mönnum víðsvegar um landið þar sem menn sögðu að þetta væri ekki alveg rétt.
kíkjum á nokkra af þessum póstum,
Eiríkur Tómasson framkvæmdastjóri Þorbjarnar í Grindavík sagði að Magnús Þórarinsson hafi prufað beitingavél á báti sínum Bergþóri KE . Um er að ræða stálbátinn sem Magnús átti frá 1974 til 1977.
þar sem ég á aflatölur um bátinn þá skulum við kíkja á þær.
Árið 1975 þá var Bergþór KE á netum á vertíðinni og á trolli um sumarið og fór á línu um haustið. Byrjaði í október og fékk þá 43 tonn í 6 róðrum, var með 70 tonn í 7 róðrum í nóvember og 27 tonn í 6 róðrum í desember. Á aflaskýrslum sem ég fór í gegnum var ekki greint frá því hvort þessi afli var tekin á bala eða með vél,
Mig grunar reyndar að þessi línuafli sé tekinn á bala,
árið 1976 þá eftir vetrarvertíð þá fór Bergþór KE á línu í júní og miðað við aflann þá bendir það til þess að beitningavél hafi verið um borð. þá landaði báturinn 95 tonnum í 5 róðrum eða um 19 tonn í róðri. Stærsti róðru 23,3 tonn.
Júli þá landaði Bergþór KE 101 tonni í 6 róðrum í Sandgerði, enn Bergþór KE landaði öllum afla sínum í Sandgerði þessi ár sem hann var gerður út
September 90 tonn í 9 róðrum.
Október 90 ton í 14,
Í nóvember þá silgdi Bergþór KE til Cuxhaven með 51 tonn sem fékkst á línu og væntanlega þá með beitningavélina.
samkvæmt þessu þá er ljóst að Bergþór KE hafið verið með beitningavél frá júní og út desember landað um 465 tonnum á þessum tíma.
Þess má geta að Þorbjörn keypti svo þennan bát og tók úr honum beitningavélina sem er nokkuð skondið í ljósi þess að í dag eru allir bátar sem Þorbjörn gerir út með beitningavél
Bergþór KE Mynd Emil Páll.
Halldór Gunnarsson sendi mér póst.
"Ég held að það rétta sé að fyrsta beitningarvélin hafi verið sett í BRIMNES EA-14 frá Dalvík um 1982-1983. Sævar Sigurðsson (Kallaður Sæsi kóngur) var skipstjóri á þeim báti á sínum tíma. Sævar var svo seinna skipstjóri á Núpnum (sem er Núpur BA í dag) þegar hann var gerður út frá Grenivík. Núpur var, að mig minnir fyrsti sérútbúni línubáturinn með beitningarvél um borð þegar hann kom til Grenivíkur."
Þessi tillaga um Brimnes EA er athyglisverð og lítum aðeins á aflatölur um bátinn. Brimnes EA er skráð á línu í júní og þá væntanlega með beitningavél og landar þá 40 tonnum í 1 löndun á Dalvík.
í júlí þá silgdi Brimnes EA til Fleetwood í Bretlandi og landaði þar 58 tonnum
.
Brimnes EA silgdi aftur í ágúst og þá til Hull og var með 64,9 tonna afla,
Áfram hélt Brimnes EA að sigla með aflann og landaði í Hull í september 61 tonni,
Í Desember þá landar Brimnes EA 71 tonni í Hull
þetta árið 1981 hefur því verið nokkuð gott þann tíma sem að Brimnes EA var á línu og eins og sést þá var svo til öllum aflanum landað erlendis
Ekki hefur Brimnes EA verið fyrstur hérna á landinu til þess að fá beitningavél, enn allavega fyrstur á Norðurlandinu,
Brimnes EA , ( Hafnarröst ÁR á myndinni) Mynd Vigfús Markússon,
Karl Ólafsson skipstjóri á Erni GK sendi mér póst og sagði að það hafi verið sett beitningavél í Örvar BA árið 1976. var hún sett í bátinn í Sandgerði af vélsmiðjunni Herði HF þar í bæ.
Kalli var á bátnum árið 1977 á vertíðinni enn þá var róið frá Patreksfirði og skulum við kíkja á aflatölur
Örvar BA virðst hafa byrjað á línu með beitningavél í nóvember árið 1976 enn þá landaði báturinn 6,5 tonn í einni löndun .
Vel gekk hjá Örvari BA í desember enn þá landaði báturinn 123 tonnum í 3 róðrum og var stærsta lönduninn 50,6 tonn. var hann þá þriðji aflahæsti línubáturinn á landinu. Garðar BA var hæstur með 141 tonn í 22 róðrum
í janúar árið 1977 þá landaði Örvar BA 155 tonn í 5 róðrum og var hann þá í fimmta sætið yfir aflahæstu línubátanna , og til samburðar miðað við róðratölu þá var Þrymur BA með 160 tonn í 21 róðrum
Í febrúar þá var Örvar BA með 152 tonn í 9 róðrum og mest 36 tonn í róðri.
Örvar BA skipti yfir á netin í mars og réri á netum fram til 11.maí.
Fór á línuna eftir 11maí og fékk þá 72 tonn í 3 róðrum.
Þess má geta að þessi bátur er núna í miklum breytingum í Póllandi enn Vísir ehf í Grindavík á bátinn enn þetta var gamla Rifsnes SH,
Örvar BA mynd Snorri Snorrason.
Bragi Ólafsson skipstjóri á Ólafi Friðbertssyni ÍS sendi mér líka póst
og hann talaði um að Hamravík KE hafi prufað vélina um sumarið 1975, enn afli var tregur, þótt að vélin hafi reynst vel. kenndi skipstjórinn aflaleysi um. Magnús Þórarinsson sem átti Bergþór KE var skipstjóri á Hamravík KE þessa tilraunaveiðar árið 1975.
En árið 1976 eftir vetrarvertíð var m/b. Ólafur Friðbertsson IS-34 yfirbyggður í Njarðvík og sett í hann beitningavél frá Murstad með 20 þúsund krókum í brautum.
Byrjað var þ. 27.júlí sama ár. Útilega með 12 manns í áhöfn. Það voru alltaf erfiðleikar með beitninguna, var oftast ca. 25%. 2 sérfræðingar,Gunnlaugur Daníelsson og Fróði Indriðason , voru með okkur samtals í margar vikur en aldrei komst beitningin í viðunnandi horf.
Þegar líða tók á September og margir línubátar farnir að róa á Vestfjörðum sást greinilega að þetta gekk ekki upp. Meðalafli í sept. var 44,7 kg. á hverja 400 króka, sem var þrisvar sinnum minna en aðrir voru að fá á hefðbubdna handbeitningu.
Síðasta löndunin var þ. 15. Nóvember og var þá allur vélbúnaðurinn tekinn í land og skipið útbúið til landróðra.
Þ. 18.nóv. var varið í fyrsta landróðurinn með venjulega handbeitningu með 42 bala (16.800 króka ) afli 7.590 kg. eða 180.7 kg á bjóð ( 400 króka ).
Held að það hafi ekki verið fyrr en áratug síðar sem menn náðu tökum á þessu.
Kíkjum aðeins á aflatölur. Ólafur Friðbertsson ÍS landaði i ágúst 1976 56 tonnum í 5 róðrum. og 56 tonn í 4 róðrum í september.
Október 21 tonn í 7 róðrum .
Þessi afli í október er ansi slakur og til að fá smá samanburð þá má t.d nefna Ari Einarsson GK í Sandgerði var með 50 tonn í 13 róðrum. Guðný ÍS í Bolungarvík var með 53 tonn í 15. Kristján Guðmundsson ÍS sem réri frá Suðureyri í sama bæ og Ólafur Friðbertsson ÍS var með 94 tonn í 19 róðrum. María Júlía BA á Patreksfirði 73 tonn í 18.
og eins og Bragi segir að ofan þá var línubölunum hent um borð í nóvember þá jókst líka aflinn og var aflinn þá 88 tonn í 16 róðrum í nóvember.
Miðað við þetta yfirlit þá virðist svo vera sem að árið 1976 hafi verð fyrsta árið þar sem að bátar fóru að prufa beitningavél og með nokkuð góðum árangri. eins og sést hérna að ofan. Bergþór KE sem var eiginlega fyrstur. svo Ólafur Friðbertsson ÍS , og loks Örvar BA. Brimnes EA hefur þá verð fyrstur á norðurlandinu
Ef tilraunaveiðar Hamravíkur KE er taldar með þá var sá bátur með þeim fyrstu til þess að prufa þessa tegund af veiðarfærum.
Ólafur Friðbertsson ÍS (Á Myndinni Albert Ólafsson KE) mynd Vigfús Markússon
Það má geta þess að ég fékk fleiri tillögur um báta. t.d Guðmundur Péturs ÍS frá bolungarvík. Svo fékk ég póst um að hugsanlega hafi verið sett beitningavél í Ásþór RE árið 1970.