Ben Hur T-22-BG um 800 tonn á rúmum 2 mán.

Hvílum okkur aðeins á íslenskum aflafréttum,


núna er á Íslandi ansi margir orðnir stopp t.d línubátar og dragnótabátar.  fáir á veiðum nema strandveiðibátarnir,

dragnótabátarnir sem eru að róa eru ekki margir.

í Noregi er kanski annað uppá teningum,  jú ansi margir bátar eru orðnir stopp þar, enn þeir sem eru að róa 

t.d línubátarnir hafa fiskað mjög vel.  

í Noregi eru ansi margir bátar á dragnót og einn af þeim er Ben Hur T-22-BG

Þessi bátur er 20.99 metra langur og 9 metra breiður.  smíðaður árið 2019.

hann er með 1000 hestafla vél,

núna síðan 1.maí þá hefur báturinn fiskað vægast sagt ansi vel á dragnótinni 

því samtals er báturinn búinn að landa 786 tonnum í 25 róðrum eða 31 tonn í róðri,

í maí þá var báturinn með 323 tonn í aðeins 11 róðrum 

 í júní var báturinn með 318 tonn í 10 róðrum 

og núna í júlí hefur báturinn landað 145 tonnum í aðeins 4 róðrum eða 36 tonn í löndun

stærsti túrinn er tæp 50 tonn.

af þessum afla eru 366 tonn af ýsu og 195 tonn af ufsa.

Báturinn er ´buinn að vera við veiðar við Norður noreg 


Ben Hur mynd Oddremi


Ben Hur Mynd Frode Adolfsen