Berglín GK hætt veiðum.
Frá áramótunum þá hefur lítið sést til togarans Berglínar GK sem að Nesfiskur á og gerir út,
Berglín GK er sá togari sem lengst hefur verið í eigu Nesfisks, því að togarinn komst í eigu þeirra árið 1998, enn þar á
undan hét togarinn Jöfur ÍS og Jöfur KE.
Berglín GK fór einn túr eftir áramótin enn fór aðeins vestur á hala tók eitt tog þar og kom síðan aftur til Njarðvíkur
með 2 tonna afla. Síðan þá hafa öll veiðarfæri og toghlerar verið teknir af skipinu.
Allri áhöfn togarans hefur verið sagt upp, og til stóð að geyma togarann í slippnum í Njarðvík
enn núna hefur Nesfiskur tekið þá ákvörðun um að selja Berglínu GK.
En hver er ástæðan að Berglínu GK er lagt?.
Jú að sögn Bergs Þór Eggertsonar aðstoðarframkvæmdastjóri og framkvæmdastjóri útgerðarsviðs þá fékk Nesfiskur
mjög mikla skerðingu við síðustu kvótaúthlutun og missti til dæmis 950 tonn af þorski og um 200 tonn af öðrum tegundum,
samtals um 1200 tonn sem að kvótinn var skertur. þetta samsvarar um 6 vikna vinnslu í fiskvinnsluhúsi þeirra.
Undanfarin ár þá hefur Berglín GK stundað rækjuveiðar en núna mun Sóley Sigurjóns GK vera eini togarinn hjá NEsfisk
sem mun fara á þær veiðar, en Sóley Sigurjóns GK mun fara á rækjuna seint í mars eða snemma í apríl.
Þessi togari hét fyrst Jöfur KE og þegar hann kom árið 1988 þá var hann fyrsti togarinn á landinu og þriðja fiskiskipið
í Evrópu sem hafði rækjupillunarvél um borð í togaranum. Togarinn var smíðaður hjá Stálvík í Garðabæ
Berglín GK veiðarfæralaus í NjarðvíkurhöfnMyndir Gísli Reynisson