Berglín GK í árekstri í Sandgerðishöfn,,2017

Það var smá frétt hérna á síðunni um bilun í Berglínu GK sem fór eftir slipp frá Sandgerði og fór beint til Keflavíkur.


Fyrst eftir að Berglín GK fór úr slippnum þá fór togarinn til SAndgerðis og var að leggja að bryggju við endan á Norðurgarðinu þar.  Var togarinn að snúa og vildi þá ekki betur til enn að vélin kúplaði ekki nógu snemma frá og silgdi því togarinn af nokkru afli á hluta af bryggjunni.

höggið var ansi mikið og skekktust stálbitar sem eru reknir ofan í jörðina og gat kom á þá þannig að efni sem er undir bryggjugólfinu fór að leka út.

SAndgerðingurinn Sigurður Stefánsson sem á og rekur köfunarþjónust Sigga hefur verið að kafa niður með stálinu og sjóða í og loka gatinu sem myndaðist þegar að Berglín GK silgdi á bryggjuna.  Sömuleiðis þá brotnaði uppúr bryggjugólfinu sjálfu

Tjónið er umtalsvert og bætir tryggingarfélag Berglínar GK tjónið.


Sést þarna hvað Berglín GK silgdi á bryggjuna.  búið að hreinsa dekkinn af 


Berglín GK myndir Gísli Reynisson