Berglín GK í Njarðvík og hætt veiðum.


í seinni tíð þá er ekki mikið um það að sjómenn taki sig saman eða áhafnir báta og leggi niður vinnu vegna mótmæla vegna launa skerðingar um borð,

en áhöfnin á Berglínu GK tók sig tíl núna fyrir um viku síðan og eftir löndun á Siglufirði þá mótmæltu þeir þvi að launin þeirra hefðu verið lækkuð niður um 35 %

og sögðust ekki mundu fara aftur til veiðar.

á endanum þá var togarnum silgt tómum til Njarðvíkur þar sem hann liggur.

en afhvejru var skipinu silgt í burtu og veiðum hætt,

jú í ljós kom að launin hjá skipverjum Berglínar GK lækkuðu um 35% í mai frá því í apríl.

26 þúsund krónur

nefna má að einn meðlimur Berglínar fékk alls 26 þúsund krónur útborgað eftir skatt í maí, og var trygginginn ofan á , í heildina 183 þúsund krónur og inn í þessu var 20 klukkutíma vinna við bryggju.  


Skipverjar á Berglínu GK sem og allir aðrir sjómenn um landið hafa verið samingslausir síðan um áramót og það þýðir að hver og ein útgerð gerir sína eigin samninga við 

sjómenn á bátum og skipum sínum,

Nesfiskur á annan togara sem gerir út á rækju og er það Sóley Sigurjóns GK og þeir gerði samning við Nesfisk, en Nesfiskur gerði þeim aðeins betri samning

en þó ekki þannig að það næði upp í 35% kjaraskerðinguna sem þeir á Berglínu GK fengu,

Aflafrettir sendu spurningu á Berg Þór Eggertsson aðstoðarframkvæmdastjóra Nesfisks um þetta mál, en hann hefur ekki svarað neinu,

í viðtali við Rúv sagði hann að ástæðan væri að rækjumarkaðurinn væri erfiður í ljósi aðstæðna í heiminum.  " Bretland er bara lokað" sagði Bergur í samtali við Rúv

Þegar þetta er skrifað þá er ekki vitað hvað verður um Berglínu GK , en áhöfn skipsins hefur boðið Nesfiski nýjan samning sem þeir segja að sé óhagganlegur


Myndir Gísli Reynisson