Bergur Vigfús GK gengur vel á makríl,2018

Núna er makrílvertíðin hjá handfærabátunum á fullu og eru aðalveiðisvæðin hjá bátunum í kringum Keflavík og út með að Garðskagavita og við Snæfellsnesið.  sem og í Steingrímsfirði en þar hafa einungis þrír bátar verið að veiðum og þeirra atkvæðamest Herja ST;


Flestir bátanna eru að landa í Keflavík en þó eru nokkir sem sigla yfir til Sandgerðis og landa þar.  það hefur Bergur Vigfús GK gert í undanförnum róðrum, var báturinn að fiska mjög vel og var 38 tonn í 5 róðrum og mest 9,5 tonn inn á nýjasta listann,

Bergur Vigfús GK er í eigu Nesfisks og er þetta nafn búið að vera á nokkuð mörgum bátum í eigu Nesfisks og má rekja þetta nafn sirka til ársins 1993 þegar að Skógey SF var keyptur og fékk hann nafnið  Bergur Vigfús GK.  síðan kom t.d gamli Keflvíkingur KE sem fékk nafnið Bergur Vigfús GK og sá bátur endaði sem Þórsnes SH.

Núverandi Bergur Vigfús GK hefur haft þetta nafn síðan árið 2011.  og er báturinn komin með um 81 tonn og er í sæti númer 14 og hoppaði báturinn hæst bátanna upp listann eða upp um 9 sæti, en þess má geta að báturinn hóf makrílveiðar nokkru seinna enn bátarnir sem eru ofar honum á listanum 










Myndir Gísli Reynisson