Bergvík GK nýr netabátur að hefja veiðar,2018
Undanfarin ár þá hefur netabátum fækkað mikið á landinu. Þó eru ennþá gerðir út nokkrir netabátar frá Suðurnesjunum og þeirra stærstir í þeirri útgerð er Saltver ehf með Erling KE
og Hólmgrímur með rauðu bátanna sína. Maron GK. Grímsnes GK og Halldór Afa GK,
nú mun nýr bátur bætast í þennan fá hóp, því að Bergvík GK 22 sem hét Daðey GK áður er að verða klár á netaveiðar,
Bergvík GK 22 er í eigu GunGum ehf og eiga þeir líka Votaberg GK og Lóm KE sem áður var Örninn GK. Votaberg GK var áður Eiður ÓF,
GunGum ehf er í eigu tengdasona Steina í Saltvers og fær því Bergvík kvóta frá Saltver ehf sem er á Erling KE og er nú þegar búið að millifæra 100 tonna þorskkvóta yfir á Bergvík GK af Erling KE.
Hafþór Örn Þórðarson sem var áður með Halldór Afa GK verður skipstjóri á Bergvík GK og mun hann róa ásamt Jóa sem hefur róið með honum í all langan tíma.
síðan er annar nýr netabátur að koma, enn meira um það síðar
Myndir Gísli Reynisson