Bergvík GK seld til Skagastrandar. Nýja Dagrún HU
Skagaströnd, bær á Norðurlandinu sem á sér nokkuð langa sögu sem útgerðarbær. þar hafa ansi margar útgerðir verið í gegnum tíðina
og einn af fengsælustu ísfiskstogurunum var gerður þaðan út í ansi mörg. Arnar HU, og þetta nafn Arnar er ennþá við lýði í dag
því að frystitogari sem FISK gerir út, heitir Arnar HU. Reyndar voru um tíma nokkrir togarar gerðir út frá Skagaströnd
og þá aðalega á rækju . t.d Helga Björg HU. Einn af fyrstu frystitogurunum á ÍSlandi var líka gerður þaðan út, Örvar HU.
á Skagaströnd eru líka í dag tvær útgerðir sem eru í hópi með elstu útgerðarfyrirtækjum á Íslandi. það eru Vík ehf sem gerir út Hafrúnu HU
og síðan Lýður Hallbertsson, ( til 2003, enn þá var Útgerðarfélagið Djúpavík ehf stofnað)
og það má geta þess að Lýður sem er orðin 86 ára gamall er ennþá sprækur og hefur meðal annars litið á nýja bátinn sem er fjallað um hérna neðar.
Dagrún ST og HU
Það fyrirtæki hefur gert út bátinn Dagrúnu HU 121 sem er frambyggður eikarbátur og smíðaður á skagaströnd árið 1971 og hét þá Guðmundur Þór HU, Lýður kaupir bátinn árið 1975, og skírir þá bátinn
Dagrúnu. Lengi vel þá var báturinn Dagrún ST 12, enn fékk síðar HU 121. HU 12 var ekki á lausu, því að Hafrún sem að Vík ehf á , er HU 12.
þessi bátur Dagrún HU 121 hefur alla sína tíð verið gerður út í Húnaflóanum, og reyndar þá var báturinn gerður út líka þaðan þegar hann hét Guðmundur Þór , þó svo
að Guðmundur Þór HU hafi farið í mjög fá skipti til veiða utan við Húnaflóann.
Dagrún HU hefur í öll þessi ár verður gerður út á rækju, net, færi, skel og grásleppu, en báturinn má segja að hafi eina lengstu útgerðarsögu
sem grásleppubátur á íslandi.
Endirinn og nýr bátur
en núna er tími þessa báts svo til að enda kominn því að útgerðarfélagið hefur keypt bátinn Bergvík GK sem var áður Daðey GK.
Nýi báturinn er kominn til Skagastrandar og að sögn Eiríks Lýðsonar þá er verið að yfirfara bátinn. t.d skipta um glussaslöngur og fleira.
Nýi báturinn er nokkuð minni enn Dagrún HU, enn lestin í bátnum er hönnuð fyrir kör og tekur um 7 tonn í lest í körum
Lestin í Dagrúnu HU er með stíur og ekki hönnuð fyrir kör, enda sagði Eiríkur að hann tæki um 2,5 tonn í lest í körum.
Nýi báturinn mun fá nafnið Dagrún HU 121. og mun verða gerður út á net, grásleppu og færi, enn báturinn var um tíma á færum þegar hann hét Daðey GK
og líka var hann á makríl undir Bergvíkurnafninu
Enn hvað verður þá gert við gamla bátinn,
jú saga þess báts er merkilegt og tengist Skagaströnd að mjög stóru leyti. t.d var báturinn smíðaður á Skagaströnd
og þetta var eini frambyggði báturinn í þessari stærð sem var smíðaður á Skagaströnd,
Það er vilji margra til þess að báturinn verði varðveittur, og er það mál sem mun verða skoðað.
varðandi nýja bátinn þá er hérna myndband sem er tekið af Bergvík GK koma til hafnar í Sandgerði í nokkru brimi.
Bergvík GK mynd Gísli Reynisson
Dagrún HU mynd Vigfús Markússon