Bernt Oskar. 288 tonn í 2 róðrum!,,2016
Það birtist hérna á síðunni smá pistill um norskan bát sem heitir Voldnes Sá bátur er um 500 BT að stærð og ég fékk póst frá góðum lesanda Aflafretta þar sem hann benti mér á fleiri báta sem eru af þessari stærð,
Þar sem ég hef nú nokkuð gaman af því að skoða þetta þá mun ég kíkja á þessa báta sem þessi góði lesandi síðunnar benti mér á.
Hérna er svo næsti bátur í þessari stærð og heitir hann Bernt Oskar. þessi bátur var smíðaður árið 2009 og mælist 490 BT. Bernt Oskar er 36,5 metrar á lengd og 9,25 metrar á breidd. um borð í honum er 1000 hestafla aðalvél,.
Bernt Oskar leggur stund á dragnótaveiðar sem og nótaveiðar því hann hefur verið að veiða makríl og síld,
Kvótinn
Kvótastaða bátsins er mjög góð.
í Bolfiski er báturinn með 162 tonna kvóta í ýsu.
ufsinn er 245 tonn
þorskur 690 tonn,
að auki var hann með 158 tonna makrílkvóta
og 626 tonna síldarkvóta,
Veiðin.
Nokkuð vel hefur gengið hjá bátnum núna í ár.
Hefur Bernt Oskar landað 196 tonn af makríl
645 tonn af síld
og af bolfiski samtals 1584 tonn
af því þá er þorskur 896 tonn sem báturinn hefur landað,
288 tonn í 2 róðrum
núna í nóvember síðustu tvær vikur hefur báturinn heldur betur mokveitt af þorski
Bernt Oskar hefur komið með í land núna 288 tonn í aðeins tveimur löndunum
fyrri túrinn var 150 tonn og var það að mestu allt þorskur'
og sá seinni var139 tonn og var það eftir fimm daga á veiðum eða 28 tonn á dag
efri myndin sem er hérna að neðan sýnir bátinn koma með í land um 150 tonn miðað við óslægt
Bernt Oskar með 150 tonn. Mynd Svein W Pettersen
og hérna að neðan er svo mynd af bátnum tómum
Bern Oskar Mynd Magnar Lyngstad