Beta VE enn og aftur í Mokveiði. yfir 20 tonn á einum degi,2017



Ansi góð veiði búinn að vera hjá línubátunum sem hafa verið að veiðum fyrir austan landið.  Teddi á Auði Vésteins SU mokfiskaði, Elli á Ella P SU kom líka með fullfemri 10,3 tonn í einni löndun,

og Kiddi skipstjóri á Betu VE heldur betur fiskaði vel.    Beta VE var ekkert búinn að fara á sjóinn í tæpa 2 vikur vegna þess að Hornafjarðarósinn var lokaður.

Þegar Beta VE komst loksins út þá frá Hornafirði þá var haldið stutt út eða undir Stokksnes, þar lentu þeir heldur betur í veislu.  því að þegar upp var staðið  þá var landað 21,3 tonn úr Betu VE á einum degi.  

Hvernig var hægt að troða 21 tonnum í bátinn?
Ein spurning lauk strax í huga mér þegar ég sá þessa tölu enn það var,  hvernig kom hann þessum afla 21,3 tonn ( blautt úr bátnum þá var þetta 25,5 tonn) í bátnum,

Skynsamleg ákvörðun
Kiddi skipstjóri á Betu VE sagði í samtali við Aflafrettir að hann hefði lagt 17 þúsund króka eða sirka 38 bala miðað við gamla kerfið.  og þegar hann var búinn að draga 10 þúsund króka eða um 22 bala þá var komið í bátinn tæp 11 tonn.  hann sá þá hvað var að gerast og hætti að draga.  fór í land með aflann og fór svo út aftur og sótti restina,

Mok á seinni hlutann
Aflinn á hina 7 þúsund krókanna var ansi góður því á þá króka  þá var aflinn 10,3 tonn.  Miðað við balanna þá má reikna með að aflinn í fyrri löndun hafi verið 486 kíló á bala.  enn algjört mok á seinni hluta, því  þá fór aflinn í 644 kíló á bala.

Kiddi sagði að hann hefði beitt síld á alla lögnina og hefði lagt línuna fyrst í hrauni á 44 faðma dýpi enn fór svo uppá smá drullu í 29 faðma dýpi.  

Kiddi vildi ekki taka neina áhættu með því að troða þessum 21,3 tonnum í bátinn og tók því þá skynsamlegu ákvörðum um að fara tvær ferðir til að ná í aflann.  stím á miðin var ekki nema 45 mínuntur, og kom  hann fyrst inn um kl 1000, og síðan aftur um klukkan 1700.    Allur aflinn fór á markað og fékst um 300 krónur fyrir kíló.

sem þýðir að aflaverðmætið var um 6,4 milljónir króna,

Deginum eftir þá fór Beta VE aftur út og landaði þá 13 tonn sem fékkst á 17 þúsund króka eða um 342 kíló á bala.

Beta VE mynd Guðlaugur H Birgisson