Beta VE með metafla. hátt í 500 kíló á bala,2017
Það er búið að vera ansi góð línuveiði hjá bátunum um landið og þar sem verkfall er í gangi núna þá eru það bara smábátarnir sem hafa verið að róa.
Einn af þeim er Beta VE sem þrátt fyrir að vera skráð í Vestmannaeyjum þá gerir báturinn að mestu út frá Breiðdalsvík og Hornafirði.
það var einmitt í einum túrnum núna fyrir nokkrum dögum síðan að Beta VE fór frá Hornafirði og fór stutt út því að báturinn fór einungis að veiðum sunnan við Stokksnes.
Kristinn Sigurmundsson eða Kiddi eins og hann er kallaður lenti ásamt áhöfn sinni heldur betur í mokveiði. Þeir voru einungis með beitu fyrirum 15 þúsund króka enn fengu á þá metafla því að Beta VE kom í land með 17,1 tonn og af því þá var þorskur 16.8 tonn.
Ef við reiknum þennan afla á bala þá er það um 490 kíló á bala.
Kiddi sagði að hann hefði þurft að draga alla línuna því að spáin var slæm og hætt við að hefði þurft að skilja eftir línu. Gott veður var enn farið að kula og var t.d mikið útfall í Ósnum og var Beta VE að berjast á þetta 2 til 3 mílum í gegnun ósinn.
Kiddi hefur verið með Betu VE í 7 ár og sagði hann að þetta væri stærsti róðurinn sem hann hefði komið með frá því hann tók við bátnum.
allur aflinn fór á markað og var verðið mjög gott eða í kringum 300 krónur kílóið og var því aflaverðmætið þennan túr um 5,2 milljónir króna. frekar kalt var í veðri og var stutt stím á miðin
Beta VE kom til hafnar þegar farið var að dimma og var því ekki gott að mynda bátinn, enn hann var svo til jafnsiginn. Fiskur var settur í öll hólf og sem hægt var nema að þeir lokuðu þannig að fiskur fór ekki undir línuna og voru því lensportin opin gagnvart því að sjór átti greiða leið út.
Séð framan á Betu VE.
allt fullt í Betu VE mynd Kristinn Sigurmundsson
Svo er hérna mynd af Betu VE sem er tekin árið 2015.
Mynd Kristinn Sigurmundsson