Birna GK tók Sævík GK í tog til Njarðvíkur.
Nú fara bátarnir að sunnan sem eru við veiðar bæði við Norður og austur landið að koma suður,
nokkrir hafa nú þegar komið og einn af fyrstu beitningavélabátunum sem kom suður er Sævík GK.
Hún fór til Sandgerðis og hafði landað þar um 20 tonnum í 2 róðrum þegar báturinn fór á sjóinn núna 17.nóvember
þeir fóru útaf stafnesi og lögðu línuna þar og rétt eftir að þeir komu allri línunni fyrir í sjóinn þá urðu þeir þess varir að skrúfan var hætt að svara.
var þá kallað eftir aðstoð og svo heppilega vildi til að Jónas Sigurður Kristinsson skipstjóri á Birnu GK frá Sandgerði var að fara á sjóinn í fyrsta
netaróður sinn og hann kom og tók Sævík GK í tog til Njarðvíkur,
Mjög vel gekk að draga bátinn til Njarðvíkur og enginn hætta var á ferðum,
ÉG fór til Njarðvíkur með dróna og flaug aðeins yfir bátanna þegar þeir komu þangað.
Ekki er vitað hvað gerðist eða afhverju skrúfan datt af bátnum , enn Sævík GK verður tekinn í slipp og gert við bátinn.
Birna GK með Sævík GK í togi við komuna til Njarðvíkur.