Birtingur NK búinn með sína fyrstu veiðiferð
Nafnið Birtingur er nafn sem að sjómenn í Neskaupstað þekkja mjög vel, því að Síldarvinnslan hefur átt töluvert
marga báta, togara, loðnuskip sem hafa heitið þessu nafni Birtingur NK
Núna nýverið þá keypti Síldarvinnslan togarann Þóri SF frá Hornafirði, en sá togari sem systurskip Skinneyjar SF, og báðir voru
smíðaðir í Kína árið 2009, reyndar þá voru báðir um 29 metra langir en voru síðan lengdir um tæpa 10 metra.
Nýi togarinn hefur fengið nafnið Birtingur NK 119.
og hefur togarinn nú þegar landað sínum fyrsta afla, enn togarinn kom til Neskaupstaðar með 101,2 tonn og var mest allt af
því þorskur eða um 99,8 tonn
Þó svo að aflanum hafi verið landað í Neskaupstað, þá var aflinn ekki unnin þar
heldur var mest af þorskinuim ekið til Dalvíkur og Akureyrar og unnin þar.
því Samherji hefur tekið togarann á leigu núna til áramóta.
Skipstjórinn í fyrstu veiðiferðinni var Egill Guðni Guðnason,
Sildarvinnslan á stóran hlut í Vísi ehf í Grindavík og það fyrirtæki hefur að mestu gert út línubáta, en þeir eiga líka togarann
Jóhönnu Gísladóttir GK sem áður hét Bergur VE.
vegna þess að Birtingur NK er núna kominn þá verður Jóhanna Gísladóttir GK sett á söluskrá
smá munur er á skipunum
Jóhanna Gísladóttir GK er smíðuð í Danmörku árið 1998, Birtingur NK í Kína árið 2009
Jóhanna er 35,38 metra löng og 10,5 metra breið
Birtingur NK er 38,87 metra langur og 9,2 metra breiður.
Töluvert stærri lest er í Birtingi NK, en togarinn þegar hann hét Þórir SF náði að koma með í landa mest um 125 tonn
á meðan að Jóhanna Gísladóttir GK hefur mest náð rúmum 100 tonnum í land í einni ferð.
Birtingur NK mynd Bjarni Guðmundsson
Jóhanna Gísladóttir GK mynd Gísli Reynisson