Bjargey EA 79 árið 1993.

Er að vinna í árinu 1993 núna og Grímsey, þar voru ansi margir bátar að gera út það ár og veiði bátanna þar var heilt yfir ansi góð,

Bátarnir voru flestir smábátar sem réru þaðan

Einn af þeim bátum sem réru þaðan var Bjargey EA 79.  Þessi bátur var smíðaður í Hafnarfirði hjá þeirri frægu stöð 

Bátalóni, enn þar voru ansi margir bátar smíðaðar.  þessi bátur var gerður út til ársins 1997 og hét alla tíð þessu 

sama nafni Bjargey EA 79.  mældist báturinn 14,2 tonn og var 11,7 metra langur

Yfir vertíðina þá byrjaði Bjargey EA á línu í janúar og fékk þá 30 tonní 11 róðrum og mest 5,1 tonn

Í febrúar var báturinn líka álínu og var með 20,3 tonní 14 rórðum 

 góður  netamánuður í mars
í mars þá fór báturinn á netin og það má segja að veiðin hafi verið virkilega góð.

því alls landaði Bjargey EA 72 tonnum í 23 róðrum 

Drekkhlaðinn í 3 róðrum 
í þremur róðrum af þessum 23 þá kom báturinn drekkhlaðinn til hafnar.

fyrst kom báturinn með 7,9 tonn, þann 9 mars

deginum eftir kom báturinn með 7,6 tonn 

og þar á eftir kom báturinn með sinn stærsta róður og hefði verið gaman að sjá bátinn með þennan afla

því landað var úr bátnum 8,5 tonnum.

Vertíðaraflinn var um 150 tonn 

og heildarársaflinn var um 213 tonn í 111 róðrum ,






Bjargey EA mynd Snorri Snorrason