Bjarmi BA á dragnót í nóvember árið 1996.

Það er svo rólegt núna í ágúst svo ég ætla að fara aðeins með ykkur í smá ferðalag aftur í tímann


Reyndar ekki langt. aðeins aftur í nóvember árið 1996.

Þá voru ansi margir bátar á dragnótaveiðum um allt land

78 Bátar
Alls voru 78 bátar á dragnót í nóvember árið 1996

og af þeim þá voru það 13 bátar sem náðu yfir 100 tonna  afla sem verður að teljast nokkuð gott miðað við nóvember

og þarna inná þessum topp 13 lista eru nöfn sem við þekkjum mæta vel sem dragnótabátar

 Þekkt nöfn 
t.d Arnar KE  sem var með um 103 tonn
Ólafur Bjarnason SH sem var með 129 tonn
Auðbjörg II SH sem var með 130 tonn

Hásteinn ÁR sem var með 136 tonn
Sveinbjörn Jakopsson SH sem var með 159 tonn

Steinunn SH sem var númer 3 með 180 tonn
Auðbjörg SH sem var númer 2 og var með 184 tonn,

 Bjarmi BA
Enn á toppnum í nóvember árið 1996 var bátur sem ennþá er gerður út árið 2023

árið 2023 þá heitir báturinn Onni HU

Árið 1996 þá hét báturinn Bjarmi BA 326 og Níels Ársælsson var eigandi og skipstjóri að bátnum,

Bjarmi BA var ekki stærsti báturinn sem var á dragnót enn engu að síður 

þá náði hann að verða aflahæsti dragnótabáturinn í nóvember árið 1996 

og sá eini sem yfir 200 tonnin náði.

Heildaraflinn hjá Bjarma BA var alls 201,8 tonn í 14 róðrum eða 14,4 tonn í róðri 

eins og sést að neðan þá var mestum hluta af aflanum landað á Tálknafirði og einhver hluti var landað á Flateyri,

Aflinn hjá Bjarma BA var mjög góður sérstaklega seinni hlutann í nóvember

og sem dæmi þá landaði Bjarmi BA 72,4 tonnum í 4 róðrum sem var frá 19 til 22 nóvember.



Dagur Afli Höfn
1.11 1.27 Tálknafjörður
2.11 8.00 Flateyri
6.11 15.11 Flateyri
11.11 12.91 Tálknafjörður
12.11 15.03 Flateyri
13.11 6.32 Tálknafjörður
16.11 9.57 Tálknafjörður
17.11 16.24 Flateyri
19.11 16.79 Tálknafjörður
20.11 16.41 Tálknafjörður
21.11 19.46 Tálknafjörður
22.11 19.74 Tálknafjörður
25.11 23.13 Tálknafjörður
27.11 21.85 Tálknafjörður


Bjarmi BA mynd Frank Vígberg Snær Lúðvígsson