Bjarnarey GK á síld árið 1940
Er aðeins að fara yfir aflaskýrslur um síldveiðarnar og ætla að fara í smá ferðalag með ykkur langt langt aftur í tímann,
Í raun þá hef ég aldrei farið svona aftarlega .
Enn við förum alla leið aftur til ársins 1940. eða 76 ár aftur í tímann
Þá voru ansi margir bátar sem voru á síldveiðum og eins og gefur að skilja voru þeir má segja af öllum stærðum.
Síldveiðarnar árið 1940 voru að mestu bundnar við júlí, ágúst og september .
báturinn sem við skoðum núna hét Bjarnarey GK 12 og var gerður út frá Hafnarfirði,
mældist hann 105 brl að stærð og um borð voru 18 manns,
Lítum á hvernig honum gekk.
fyrsta löndunum var 27 júlí árið 1940 og var hún æði stór eða 389,7 tonn sem er nú fjandi stór löndun,
var þetta eina löndun bátsins í júlí .
næst kom báturinn með afla 3 ágúst og þá með 152,6 tonn
6 ágúst 138,5 tonn.
10 ágúst 280,1 tonn sem er nú vel í bátinn lagt.
16 ágúst 162,7 tonn
24 ágúst 201,4 tonn
31 ágúst 206,2 tonn
og svo var ein löndun í september enn frekar seint eða 14 september og var það 38,5 tonn,
Öllum þessum afla um 1570 tonnum var landað á Hjalteyri .
Aflaskýrslur frá þessum tíma miðast við mál og er ég búinn að uppreikna það upp miðað við forsendur sem eru gefnar upp á skýrslunum.
Bjarnarey GK Mynd Snorri Snorrason.