Bjartur NK farin, rangar aflatölur?,2016

Eins og greint hefur verið útum allan bæ þá er ísfiskstogarinn Bjartur NK farinn af landi brott.  fór hann í byrjun september.


Bjartur NK var einn af  japanstogurnum sem komu til íslands á árunum 1972 til 1973.  Fyrstur af þeim var Hvalbakur SU sem síðan fékk nafnið Hoffell SU  og var hann eini togarinn sem kom árið 1972.   
Bjartur NK kom árið 1973 og var númer fjögur í röðinni.  á undan honum höfðu þá Ljósafell SU og Arnar HU komið.  
Það má geta þess að Ljósafell SU er ennþá gerður út frá Fáskrúðsfirði,

inná heimasíðu Síldarvinnslunar er ansi góður texti um togarann Bjart NK .

Það sem er nokkuð sérstak við togarann BJart NK er að hann má segja að hafi verið eini togarinn af þessum japanstogurunum sem var minnst breyttur.  Arnar HU og Rauðinúpur voru reyndar svo til óbreyttir þegar þeir voru seldur út landi, enn hinir allir hafa verið lengdir og einn af þeim var breytt í frystitogara.  Vestmannaey VE.  

Réttar aflatölur??
Inná heimasíðu Síldarvinnslunar eru gefnar upp heildaraflatölur um skipið.   

án þess að ég hafi rannsakað það sérstaklega þá held ég að þær aflatölur sem þær koma fram séu ekki réttar. 

ég byggi það á því að það kemur fram að mesti ársafli togarns BJarts NK hafi verið 4568 tonn árið 1981.

enn það er ekki rétt.  

Röng aflatala inná heimasíðu Svn.is

heildaraflinn hjá Bjarti NK var nefnilega 5188 tonn árið 1981.  

nú spyrjið þið væntanlega hvar færðu þetta ?? jú ég er búinn að fara í gegnum upprunalegu aflaskýrslunar frá 1972 og að 1984.  og þar kemur þetta allt fram


Stóra árið 1981
Talandi um þetta ár 1981.  þá skulum við skoða þetta ár betur,

Janúar:  Bjartur NK landaði þrisvar samtals 323,5 tonn og mest 154 tonn,

Febrúar:  AFtur landaði Bjartur NK þrisvar samtals 366 tonnum og mest 147 tonn,

Mars.  landaði tvisvar samtans 327,6 tonnum og þar af af fullfermi því uppúr Bjarti NK komu 222,5 tonn,

Apríl:  mokveiði hjá Bjarti NK landaði þrisvar samtals 625,5 tonn eða 208 tonn í löndun að meðaltali.  mest 211 tonn.  þarna landaði Bjartur NK líka 187 tonnum í færeyjum,

Maí:  áfram góð veiði.  núna landaði Bjartur NK 583 tonn í 3 löndunum eða 194 tonn í löndun, mest 209 tonn,

Júní.  og aftur var landað þrisvar.  núna 554,5 tonnum eða 184,5 tonn í löndun .  mest 226 tonn,

Fáranlega stór mánuður hjá Bjarti NK

Júlí.  ÞEssi mánuður var algert met.  Bjartur NK landaði alls 926,6 tonnum í 5 löndunum eða 184 tonn í löndun.
sem dæmi um mokið þá kom Bjartur NK með 229 tonn eftir einungis 5 daga túr eða 46 tonn á dag.  
þarna landaði Bjartur NK tvisvar í færeyjum samtals um 280 tonnum,


Eftir þennan risamánuð sem Júlí var þá var ágúst frekar rólegur því Bjartur NK landaði 239 tonnum  í 2 löndunum,

Haustið var ágæt enn þá landaði Bjartur NK um 1200 tonnum og silgdi í nóvember til Cuxhaven með 151 tonn.  
Október var reyndar ansi góður því þá landaði Bjartur NK 528 tonnum í 4 löndunum og þar af 214 tonn í löndun,

sem sé heildaraflinn árið 1981 var þvi ekki 4568 tonn heldur 5188 tonn í 37 löndunum eða 140 tonn í löndun sem er nú ansi gott,

heildaraflatalan sem er gefin upp í fréttinni um Bjart NK inná heimasíðu Síldarvinnslunar tel ég því vera ranga.  allavega miðað við þær aflatölur sem ég hef.

Bjartur NK Mynd Hilmar Snorrason