Björg Hallvarðsdóttir AK seldur til Noregs,2018
Á Akranesi hefur síðan árið 2010 verið gerður út bátur þaðan sem hefur heitið Björg Hallvarðsdóttir AK. þessi bátur hefur reyndar ekki verið í mikili útgerð síðan hann kom og hefur ekkert landað neinum afla síðan maí árið 2015.
Báturin er búinn að vera á söluskrá nokkuð lengi og það kom tilboð í bátinn núna í vor og var það mál tekið fyrir hjá Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar og samkvæmt fundargerð 22.maí árið 2018 þá féll bæjarstjórn Akranes frá forkaupsrétti á bátnum.
og var hann því á endaum seldur til Noregs,
Báturinn er kominn þangað og samkvæmt heimildum Aflafrettir þá var Sænskur útgerðarmaður sem keypti bátinn og mun gera hann út frá Hammerfest. Báturinn er komin til Noregs og er núna í Rypefjord sem er skammt frá Hammerfest
Björg Hallvarðsdóttir AK mynd Ketill Guðmundsson