Björg VE 5 með ansi góðan mars mánuð,1982

núna árið 2016 eru má segja engnir trollbátar af gömlu gerðinni, sem meðal annars tóku trollpokann inn á síðuna, þeir eru reyndar til í dag enn eru mjög fáir,


í Vestmannaeyjum þá hefur í gegnum tíðina alltaf verið mjög margir bátar þaðan sem hafa róið með troll, og þótt núna séu bara stálbátar þar á trollveiðum þá voru ansi margir eikarbátar þar á þeim veiðum,

Enn af þeim bátum sem átti sér langa sögu í Vestmannaeyjum var báturinn Björg VE 5 sem var smíðaður árið 1943 og var í útgerð í Vestmannaeyjum í 38 ár þangað til báturinn var seldur til svíðþjóðar vegna þess að nýr bátur var þá að koma í staðin fyrir Björg VE 5.

Eikarbáturinn Björg VE 5 var ekki nema 63 tonn af stærð, enn þrátt fyrir þessa litlu stærð þá gat hann fiskað ansi vel á trollið eins og ég ætla að sýna ykkur hérna.

Mars mánuður árið 1982,

hann var ansi góður togmánuður og hjá Björg VE var hann feiknarlega góður.  kíkjum á hann,

Vika 1. frá 1 til 6 mars

Björg VE landaði 56,7 tonnum í 3 róðrum og voru allir þessir 3 túrar um tveggja daga langir.  besti túrinn var 23,4 tonn sem fékk á 2 dögum.  það er ansi gott miðað við ekki stærri bát

Vika 2 fá 7 til 13 mars. 19 tonn á einum degi,

Björg VE landaði 55,8 tonnum í 4 róðrum og var algjört mok undir restina af þessari viku, því báturinn kom með 19,5 tonn í land eftir aðeins einn dag á veiðum.  deginum áður hafði Björg VE komið með 16,5 tonn líka eftir einn dag á veiðum,


Vika 3 frá 14 til 20 mars,

Björg VE landaði 53,2 tonnum í 4 róðrum og þar af mest 19,2 tonn eftir 2 daga á veíðum.

Vika 4 frá 21 til 27 mars,

Hérna landaði Björg VE ekki fyrr enn 25 mars, enn kom þá með fullfermi eða 32,6 tonn.  samtals var aflinn þessa vikuna 52,3 tonn í aðeins tveimur róðrum eða  26 tonn í róðri.

vika 5 frá 28 til 31 mars.

Síðasta vikan og Björg VE landaði tvisvar samtals 27 tonnum.

Ansi góður mánuður, því samtals landaði Björg VE 245,3 tonn í 16 róðrum eða 15,3 tonn í róðri.  

mest um 20 tonn á einum degi sem er feiknarlega gott á báti sem var 63 tonn af stærð,


Björg VE Mynd Tryggvi Sigurðsson,