Björgvin EA á Dalvík og Aflafrettir voru þar,2018



Rétt á eftir Sæþór EA kom nefnilega Björgvin EA í land og var ekkert annað í boði enn að bíða eftir togaranum og mynda hann og rölta um borð og spjalla við Ásgeir skipstjóra

Reyndar komu þeir í land ekki útaf því að skipið væri með fullfermi heldur útaf því að það varð smávægileg bilun um borð og þótti öruggara að sigla í land og gera við bilunina þar.  
.   
Ásgeir sagði að þeir væru með um 105 tonn uppúr sjó í skipinu og hefðu byrjað að eltast við ýsu,    

um borð i nýjustu togurunum eru allt á kafi í risastjórum tölvuskjám og stórir og miklar gluggar, enn íBjörgvin EA er aðstaða skipstjórans ekkert í þessum stórum tölvuskjáum heldur notalegt vinnuumhverfi í U laga með öllum þeim tækjum og tólum sem þeir þurfa.

Ásgeir hefur verið skipstjóri á Björgvin EA núna í 4 ár og lét mjög vel af skipinu.  væri gott sjóskip, enn mætti vera aðeins öflugara.   Björgvin EA er svo til samskonar togari og Helga María AK og Málmey SK, enn báðir þeir togarar eru stærri enn Björgvin EA þótt þeir séu allir smíðaðir í Flekkefjord í Noregi á árunum 1987 og 1988.  Helga María AK og Málmey SK eru báðir tæpir 57 metra langir, en Björgvin EA er rúmlega langur.   Björgvin EA er 12 metra breiður en hinir 12,6.

Áhöfnin á Björgvin EA sýndi það þó vel í haust 2017 þegar að þeir fóru yfir 1000 tonnin á einum mánuði.

enn hérna eru myndir sem ég tók þegar að Björgvin EA kom í land





Gott skrið á togaranum.  þarna á um 9 milúm

Nálgast og hluti af áhöfn komið fram fyrir brú

Merkilegt hvað það er mikill vinkill á peru og skipi.     Ásgeir sagði að skipið heggur nokkuð útaf þessu.     ÞEtta er svipað og var á Þór Péturssyni GK sem ég var 2.vélstjóri á.  þar var svona knappt horn af peru og í skip og alltaf þessir andskotans slaghamrar sem börðu á skrokkinn.  núna í dag þá heitir sá bátur Helgi SH og er búið að sjóða í þetta og minnka þetta knappa horn sem þarna er.



Keyrt í springinn, og ef myndin sést vel þá má sjá skrúfuna róta upp sandinum sem er í botni hafnarinnar

Ásgeir Pálsson skipstóri í Brúnni á Björgvin EA

Séð aftur eftir skipinu.

Mikið um að vera á Dalvík.  þarna er verið að gera nýjan viðlegukant og þarna mun svo nýja fiskiðjuvel Samherja á Dalvík koma til með að rísa
Myndi Gisli Reynisson